Mynd af flugvelli fellir borgarstjórnarmeirihluta

Hinn nýi geysivinsæli borgarstjóri, Ólafur F*** Magnússon, var ekki sannfærandi í sjónvarpinu í kvöld. Hann stendur fyrir eitt mál, flugvallamálið, og fannst það smart að fella meirihlutann út á það. Og hvað segir á stikkorðablaðinu sem þeir félagar veifuðu sem málefnasamningi í kvöld? Jú, mynd af flugvellinum verður á deiliskipulaginu næstu misserin. Sjallar ætla áfram að kanna hvert hægt sé að flytja flugvöllinn en það finnst Ólafi allt í lagi. Flugvöllurinn má nefnilega vera á myndinni á meðan hann heldur sjöllum við völd.

Svo segist hann standa fyrir velferðamál og gegn einkavæðingu orkufyrirtækja en laumast í bólið með flokknum sem myndi einkavæða ömmu sína ef einhver vildi kaupa.

Maðurinn er svo geggjaður að hann heldur að hann standi fyrir heilindi. Döh.

Sá sem getur fundið einhvern Reykvíking sem vill Ólaf sem borgarstjóra má hafa samband við mig. Ég er með verðlaun.  Ég meina, flokkurinn fékk 10% þegar kosið var, slatta af því átti Margrét ein, restin kom frá flugvallarbrjálæðingum enda mældist hann með engan mann inni í síðustu könnun. Er það alvöru lýðræði að þessi maður sé nú orðinn borgarstjóri?

Tæplega 60% borgarbúa var ánægður með þann meirihluta sem nú er að fara frá. Hlakka til að sjá nýjar mælingar. 

Ps! Gleymdi að minnast á stærsta málið í "málefnasamningnum". Jú, þeir ætla að setja upp skilti! Þetta bara hlýtur að vera djókur. 


Er appelsínugult málið í vetur?

Ég sá Jón Magnússon, hinn frjálslynda, í Kastljósi í kvöld. Hvað er málið með litinn á manninum? Hann er appelsínugulbrúnn. Er þetta málið um miðjan vetur á Íslandi?

ScreenHunter_13 Jan. 11 21.15Náði ekki skrínsjotti af Kastljósinu en fann aðra mynd af Jóni og brúnkukreminu hans á Google. Eða er þetta Orobronze? Notendur þess fengu nú oft fallegan appelsínugulan blæ.


Tveir voða vitlausir!

Var að hlusta á Bylgjuna á leið í vinnu í morgun. Gissur fréttamaður var að segja frá góðri útkomu hins nýja borgarstjórnarmeirihluta í könnun sem Fréttablaðið (held ég) birti í dag. Hann tók líka fram að hinn nýji meirihluti nyti mun meira fylgis meðal kvenna en karla.

ScreenHunter_06 Jan. 11 20.34ScreenHunter_07 Jan. 11 20.34Gissur og Heimir þáttastjórnandi Íslands í bítið veltu ástæðunni aðeins fyrir sér og komust að þeirri niðurstöðu að ástæðan væri sú að Dagur væri svo myndarlegur og svo væri hann jú líka læknir!

Ákvað að setja inn mynd af þeim báðum svo þið getið séð að karlrembur koma í ýmsum útgáfum og leynast jafnvel stundum undir yfirbragði venjulegra manna.

En sem betur fer var Kolla í útvarpinu líka og tók þá félaga aðeins á beinið.

Eftir á fór ég aðeins að spá í þetta og sé ekki betur en að hér sé komið skólabókardæmi um attitjúdið sem mætir konum úti í þjóðfélaginu.

airheadDæmi: Karl og kona sækja um starf, þau eru jafn hæf. Sá sem ræður í starfið heldur að konan ráði ekki við að taka ákvarðanir byggðar á málefnalegum grunni og staðreyndum, hún pæli bara í hvort stöffið lúkki vel. Hann heldur líka að karlmenn taki allar sínar byggðar á málefnalegum grunni og s... well, you get my drift?

Við getum röflað okkur blá í framan um að jafnrétti kynjanna sé náð í lögum og því sé allt í gúddí. En meðan við náum ekki að breyta viðhorfum, og í raun samfélagsgerð, er slíkt tal hjóm eitt.

Þess vegna er ég róttækur feministi.  

PS! Ibbi vill að ég segi frá því að hann hafi verið í þvottahúsinu að brjóta saman þvott á meðan ég bloggaði! Ekki veit ég af hverju. 

 


.

Árið!

.

Jólin!


Vill fólk búa í kommúnu?

Þessa auglýsingu rak á fjörur mínar um helgina. Þekki aðeins til þessarar konu og hún er með fulle fem og rúmlega það, ja nema hvað hún er með drauma um einhvers konar kommúnulíf með öðru fólki á svipuðu reki.

Sambýli í miðborginni
Sjálfstæð og vel stæð kona með 2 börn á sínum vegum hefur áhuga á sambýli sem býður uppá samhjálp, gleði og hagræði.  Áhugasamir og áhugaverðir einstaklingar sem jafnframt eru ábyggilegir og æðrulausir sendi póst á gervinetfang@hotmail.is

hipparDóu ekki svona hippadraumar þegar blómabörnin fluttu upp í Grafarvog og keyptu sér Volvo? Ég hefði verið til í að búa í svona sambýli þegar ég var yngri og barnlausari en í dag myndi ég frekar hoppa fram af húsþaki en að íhuga það. 

Þekkið þið einhverja gamla aflóga hippa sem væru til í að búa með þessari konu? Endilega biðjið þá að senda henni póst.  Ég er með veðmál í gangi hérna!


Eins og Össur

Nú ætla ég að gera eins og Össur, þ.e. blogga næturblogg. Er vanalega ekki vakandi á þessum ókristilega tíma en eins og ég óttaðist í dag þá þurfti ég að rjúka til vinnu í kvöld. Náði samt að horfa fyrst á þáttinn um hvernig maður getur verið sætur allsber og lærði nottla helling. Þessi Gok er alveg að rokka!

Og um hvað bloggar maður á nóttunni? Ég er ekki í stuði fyrir pólitík og útsaum, aukna nyt í kúm eða stöðu evangelísku kirkjunnar í miðríkjum Bandaríkjanna. Á samt alveg eftir að blogga um Britney og skonsuna en held að aðrir hafi tæmt þann brunn. Er í raun ekki í stuði til að blogga um neitt, hálsbólga að læðast í mig og mig langar heim að kúra í heitu bóli.


Kynslóðaskipti

Ég átti eftirfarandi samtal við bróður minn um daginn en hann er á svipuðum aldri og elsta barnið mitt. Við áttum bæði að vera á sama stað á svipuðum tíma og hann hringir í mig.

Drengstaulinn:Veistu hvar þetta er?

Ég: Já, þetta er í gamla Aðalstöðvarhúsinu

Drengstaulinn: Ha?

Ég: Æi, þú veist, ská á móti Hjálpræðishernum

Drengstaulinn: Ha?

Ég: Þetta er á horninu á Túngötu og Aðalstræti, beint á móti Miðbæjarmarkaðnum

Drengstaulinn: Er þetta á Bergstaðastræti?

Ég: Hefurðu komið niður í miðbæ?

Drengstaulinn: Ha?

Svona gekk þetta í svolitla stund, ég var búin að tala um Innréttingar Skúla, Duus Hús, fornminjarnar undir hótelinu, Fjalaköttinn, Morgunblaðshöllina, Kaffi Reykjavík og í raun rekja menningarsögu Reykjavíkurborgar frá A-Ö þegar mér datt í hug að nefna Ingólfstorg.

Og þá segir Drengstaulinn með skilningsglampa í augum: Já, er þetta rétt hjá Hlöllabátum!

Greinilega breytt viðmið í bænum.  


Hvað er málið með naríur?

ScreenHunter_08 Nov. 28 15.48Hvernig stendur á því að allar verslanir eru fullar af blúndu, g-strengs, hlébarða, kloflausum og gagnsæum nærbuxum fyrir konur? Er þetta það sem þær velja helst? Og eru konur almennt að borga svona fimm þúsund kallinn fyrir stykkið?

Af hverju er ekki hægt að fá fínar, venjulegar, þægilegar og heilsusamlegar brækur fyrir svona 500 kall? Mér finnst það nokkuð eðlilegt verð, svona miðað við annað eins og t.d. sokkabuxur og hlíraboli. En nei, svona hversdagsbrækur kosta 2-3000 kr sem ofbýður ofvirka neytendafrömuðinum í mér.

Reyndar hefur Debenhams verið með fínustu nærbuxur á góðu verði en þær eru yfirleitt ekki til í stærðum sem henta venjulegum íslenskum konum. Kate Moss og Rosanne Barr gætu hugsanlega fundið eitthvað á sig þar en ekki hin ofurvenjulega Ibba Sig.  


Sumir dagar

Sumir dagar eru betri en aðrir. Svo étur maður yfir sig af desert og eyðileggur allt saman.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband