Clinton, mín kona!

Undanfarna daga hef ég fylgst af áhuga með baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum. Hef í mörg ár dáðst að Hillary Clinton, finnst hún öflug og flott. Sá svo þetta skemmtilega próf á síðunni hans Egils og ákvað að tékka hvort ég væri nokkuð á villigötum með þennan móralska stuðning minn. (Rétt að taka fram að þeir sem taka prófið þurfa að setja inn amerískt póstnúmer, hægt að nota New York 10001 eða hið víðfræga 90210 sem er á hinni ströndinni). 

Í ljós kom að við Hillary eigum samleið í ansi mörgum málum (sem ég vissi), en ég held að 55 stig úr þessu prófi sé ansi hátt. Fast á hæla hennar kemur Barack Obama með 52 stig.

 

 

 

 

 

 

 

McCain og ég erum hins vegar ekki að rokka, aðeins 6 stig þar.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég fékk 67 f. Hillary og 62 Obama. Svo að minn móralski stuðningur er greinilega á réttri hillu líka.

Við john McCain erum aðeins sammál um tvö atriði og fengum einkunnina 12. Ekki match made in heaven, sem sagt.

Svala Jónsdóttir, 7.2.2008 kl. 00:13

2 identicon

Forseti Bandaríkjanna er yfirmaður stærsta herafla heims, afhverju á vera halda með einhverjum af þessum frambjóðendum.

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 13:33

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Einmitt vegna þess er betra að hafa einhvern minna geggjaðan en meira í þessu starfi, t.d. einhvern eins og Hillary sem vill draga herliðið til baka frá Írak, frekar en einhvern annan sem vill vera í Írak endalaust og jafnvel ráðast inn í Íran!

Svala Jónsdóttir, 8.2.2008 kl. 23:30

4 identicon

Og haldið þið að bara ef að kona eða blökkumaður verði forseti þá hætti Bandaríkin að fara í stríð, Bandaríkin eru með og hafa gegnum tíðina verið með stríðsrekstur í ótal löndum, en svo einn daginn kom voðaleg góð kona, og já hinn daginn kom svakalega góður blökkumaður.

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:56

5 identicon

Ég er líka Hillary kona. Tók þetta próf og hún var efst, síðan Osama og svo man ég ekki hvernig röðin var eftir það. Ég held meira að segja að atriðin sem ég var óssammála Hillary um séu þau sömu og á listanum þínum...

Tek annars undir það sjónarmið að einmitt vegna þess hversu valdamikið embætti forseta Bandaraíkjanna er, þá skiptir máli hver skipar það. 

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:35

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Nei, Elísabet, ég held að enginn haldi það að Bandríkin breyti skyndilega um stefnu, sama hvaða forseti verður kosinn.

En það er betra að kjósa einhvern skárri en verri. Einhver minna en meira geggjaðan, eins og ég sagði. Það þýðir ekki að viðkomandi sé fullkomin/n eða voða góð/ur.

Svala Jónsdóttir, 10.2.2008 kl. 22:23

7 identicon

Það er eitt að fylgjast með þessum kosningum, en ég fatta ekki þegar er haldið með einhverjum, og ég vil minna á orð Snæfríðar Íslandssólar ef þetta á snúast um þann næstbesta skásta eða hvað, þá sagði hún, heldur þann versta en þann næstbesta.

og svo er mjög eðlilegt og ekkert sögulegt við það þótt kona og blökkumaður fari fram, bara ósköp eðlilegt, hitt væri óeðlilegt.

Á maður svo að kjósa einhvern minna geggjaðan í Bandaríkjunum

en ekkert geggjaðan annarstaðar.

Hvernig verður þetta þegar frú Pútín fer fram?

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 00:28

8 identicon

Maður verður þá að hafa ansi gott insæi í það hver er geggjaður og ekki geggjaður, hver er meira eða minna geggjaður, ...

hver er skár geggjaður, hver er ekki nógu geggjaður, eða kannski bara sturlaður.

Elísabet Jökulsdóttir (IP-tala skráð) 11.2.2008 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband