Foreldravandamál á heimilinu

Úff, hvað það getur verið erfitt að vera foreldri. Börn eru svo sem ekkert mál, allavega ekki þegar miðað er við hvernig það er að vera foreldri unglings. 

Akkúrat núna erum við Ibbi með einn slíkan á heimilinu og ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Er hreinlega miður mín yfir svo mörgu og langar helst að leggjast í rúmið og sofa þar til viðkomandi er orðinn 21 árs og kominn aftur til okkar í mannheimum.

Ekki bætir úr skák sú tilhugsun að ég verð með unglinga á heimilinu a.m.k. næsta áratuginn og þá fleiri en einn. Úff, segi ég bara aftur.

Er samt búin að finna hvaða aðgerða ég get gripið til svo mér líði betur. Ég held að andlitslyfting sé málið. Ef ég bara fengi mér svoleiðis þá yrði þetta örugglega auðveldara. Var að skoða kostina á netinu í gær og sé að ég þarf, auk andlitslyftingarinnar, að láta laga efri augnlok, hökuna og bæta aðeins í efri vör. Held að kostnaðurinn sé þá rúmlega 400 þúsund krónur. Verð að fá mér visa til að geta sett þetta á rað.

Einhver með nafn á góðum lýtalækni? Ha? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já Guðmundur Stefánsson gerði wonders á fésinu á mér.  Híhí.  Skil þig rosalega vel, been there, seen it, done it, and it almost killed me.  Ég veit ég er uppörvandi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 14:46

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Doktor Saxi?

Ingi Geir Hreinsson, 27.7.2007 kl. 15:16

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ahhhh við erum einmitt að gera okkkur klár í næsta slag. Búin að koma tveimur unglingum til kvenna..og núna bíður næsta holl.  Mér finnst ég bara vera orðin of gömul til að þurfa að vaka frameftir ti að sjá hvenær hver kemur heim eða hvar þau eru.  Vil bara skríða í mitt ból og fá að vera eldri. Unglingar eru og verða alltaf svolítið sérstakir...en hvort ég hafi taugar í aðra umferð verður bara að koma í ljós. Kannski að heimavistarskólar leysi vandann???

 Hafa þau bara í sumarog jólafríum?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 28.7.2007 kl. 00:44

4 Smámynd: Fararstjórinn

Er með tvo unglinga á heimilinu og þreytist ekki á að finnast þeir yndislegir í viðleitni sinni til að virðast vita allt um lífið og tilveruna og að hlæja með sjálfri mér að því hve mikið þeir eiga eftir að læra!

Fararstjórinn, 30.7.2007 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband