Til hamingju konur.... og karlar!

Mikið rosalega erum við komnar langt í jafnréttisbaráttunni! Við stöndum okkur eins og hetjur og hið sama er að segja um allar þær konur (og kalla) sem hafa lagt sitt af mörkum síðustu 100 árin. ScreenHunter_06 Oct. 24 20.44

Ég tileinka þennan dag öllum þeim sem  hafa á einhvern hátt beitt sér fyrir því að jafnrétti náist milli kynja. Þar er ekkert viðvik of lítið og ekkert skref of smátt, allt færir okkur í  rétta átt. 

Áfram svona konur og kallar!

Mig langar að stela smá texta úr kennsluefni í jafnréttisfræðum sem sómahjónin Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson hafa samið og er algerlega frábært. Bókin heitir Kynlega klippt og skorið og er eitt af þessu góða sem gert hefur verið í baráttunni fyrir jafnrétti.ScreenHunter_04 Oct. 24 20.43

 

Hér er hluti af snilldinni:

...farið að síga á seinni hálfleik í þessum kynjaleik og það verður að segjast alveg eins og er að kvennaliðið hefur átt mjög undir högg að sækja, það er þegar búið að drekkja fjórum úr liðinu og ein var brennd á báli um það bil sem flautað var til leikhlés, en bíðum nú við, nú er eitthvað að gerast hérna upp við vítateig karlaliðsins, þær berjast eins og ljón, jú þær mega eiga það, blessaðar og það er MARK!  Kvennaliðið hefur skorað mark, sem þýðir þá að þær eru komnar með erfðarétt. Karlarnir eru hálf kindarlegir, því fram að þessu hafa þeir einir fengið arf eftir eldri leikmenn, en kvennaliðið ætlar ekki að láta staðar numið og nú vilja þær fá að ganga í skóla, og SVEI MÉR ÞÁ! SVEI MÉR ÞÁ, ég hef bara aldrei séð annað eins, kvennaliðið hefur unnið sér rétt til að ljúka prófi eins og um karlleikmenn væri að ræða - dómarinn er eitthvað ósáttur við þetta, hann tekur upp gula spjaldið, en - nei, hann hættir við og hvað gerir hann, jú, hann ákveður að gifta þrjár úr kvennaliðinu, og þarna eru brúðgumarnir leiddir fram á völlinn og það er verið að sækja prestinn, en bíðum við, bíðum við - þær neita! ÞÆR NEITA AÐ GIFTAST ÞESSUM LÚÐUM, SEGJA ÞÆR, og það er allt að verða vitlaust á áhorfendapöllunum og karlaliðið veit ekki hvaðan á það stendur veðrið - sko, nú er það ekkert annað en rauða spjaldið sem gildir, það er engin spurning, en svei mér þá, ÞÆR HÆTTA EKKI SAMT!! ÞÆR HÆTTA EKKI og nú halda þær því fram að dómarinn sé hlutdrægur og að allar reglur séu öðru liðinu í vil!!!ScreenHunter_02 Oct. 24 20.42

 ...þær geysast inn á vallarhelming karlanna og ég sé ekki betur en að þær séu komnar með KOSNINGARÉTT, jú gott fólk, þær eru komnar með kosningarétt og nú greiða þær atkvæði alveg til vinstri og hægri. Uss, uss, uss, er nú ekki nóg fyrir þær að greiða á sér hárið. Hvað halda þær að þetta sé - einhver kerlingaleikur? Og hvað eru þær að heimta núna? Sama rétt til að skora mörk? Nei, heyriði mig, hvað á að hleypa þessum dömum langt? Ég sé reyndar að línuvörðurinn er að reyna fá þær dæmdar rangstæðar, en þær eru búnar að skipta um leikkerfi og eru - jú, þær eru komnar í framboð, það munar ekki um það, þær eru komnar í framboð og ÞÆR NÁ KJÖRI!!!

 

ScreenHunter_01 Oct. 24 20.40

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Frábært ´sskanog til hamingju með daginn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.10.2007 kl. 22:55

2 Smámynd: Sylvía

 Jej

Sylvía , 25.10.2007 kl. 01:42

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Góður pistill og til lukku með liðinn dag og alla framtíð kvenna!

Edda Agnarsdóttir, 25.10.2007 kl. 15:52

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Já, sannarlega til hamingju, ég vinn við að koma á meira jafnrétti í launamálum kynjanna og er stoltur af því! Það er samt líklega rétt hjá þér að ég er femínisti skv. skilgreiningu sem ég sá, Feminism is the opinion that women are people, kannski ekki kórrétt munað en inntakið rétt, vona ég. Til hamingju.

Ingi Geir Hreinsson, 25.10.2007 kl. 19:45

5 identicon

Sæl elskan - svo smekklegt hjá þér og við svo agalega sammála!!!

Alltaf að fagna þegar hægt er - til hamingju með alla sigrana.

love - Ásdís

Ásdís (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 16:01

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Bráðskemmtilegt að lesa.....alveg frábært bara.

Ertu búin að sjá nýju myndina um Ibba í bíó???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.10.2007 kl. 12:38

7 Smámynd: Lilla Sver

Af hverju komst þú ekki með heimabakaða köku í vinnuna í tilefni þessa dags? Nú eða heimaræktaða gulrót? Hilsen

Lilla Sver, 27.10.2007 kl. 17:36

8 Smámynd: Ibba Sig.

Katrín: Hvaða mynd er það? Eina myndin sem mér dettur í hug að gæti átt við Ibba er "Why did I get married?" Ertu að meina hana?

Ibba Sig., 27.10.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband