Kynslóðaskipti

Ég átti eftirfarandi samtal við bróður minn um daginn en hann er á svipuðum aldri og elsta barnið mitt. Við áttum bæði að vera á sama stað á svipuðum tíma og hann hringir í mig.

Drengstaulinn:Veistu hvar þetta er?

Ég: Já, þetta er í gamla Aðalstöðvarhúsinu

Drengstaulinn: Ha?

Ég: Æi, þú veist, ská á móti Hjálpræðishernum

Drengstaulinn: Ha?

Ég: Þetta er á horninu á Túngötu og Aðalstræti, beint á móti Miðbæjarmarkaðnum

Drengstaulinn: Er þetta á Bergstaðastræti?

Ég: Hefurðu komið niður í miðbæ?

Drengstaulinn: Ha?

Svona gekk þetta í svolitla stund, ég var búin að tala um Innréttingar Skúla, Duus Hús, fornminjarnar undir hótelinu, Fjalaköttinn, Morgunblaðshöllina, Kaffi Reykjavík og í raun rekja menningarsögu Reykjavíkurborgar frá A-Ö þegar mér datt í hug að nefna Ingólfstorg.

Og þá segir Drengstaulinn með skilningsglampa í augum: Já, er þetta rétt hjá Hlöllabátum!

Greinilega breytt viðmið í bænum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Reality check Ibba mín, þarna má sjá að unga fólkið veit ekkert um sögu Reykjavíkur, munur en við eða þannig.

Annars er ég í kasti, hláturskasti.

Hvar er meil með upplýsingum um brunch eða lunch?

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.12.2007 kl. 23:08

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hahaha, já, Aðalstöðin auðvitað löngu hætt, Mogginn fluttur upp í sveit og Fjalakötturinn farinn á veg allrar veraldar. En Hlöllabátarnir eru hin nýju menningarverðmæti. :)

Svala Jónsdóttir, 4.12.2007 kl. 22:18

3 identicon

Hlöllabátar vs Nonnabitar.

Annar var ég meira svona haaa?  

Drengstaulinn (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband