Vill fólk búa í kommúnu?

Þessa auglýsingu rak á fjörur mínar um helgina. Þekki aðeins til þessarar konu og hún er með fulle fem og rúmlega það, ja nema hvað hún er með drauma um einhvers konar kommúnulíf með öðru fólki á svipuðu reki.

Sambýli í miðborginni
Sjálfstæð og vel stæð kona með 2 börn á sínum vegum hefur áhuga á sambýli sem býður uppá samhjálp, gleði og hagræði.  Áhugasamir og áhugaverðir einstaklingar sem jafnframt eru ábyggilegir og æðrulausir sendi póst á gervinetfang@hotmail.is

hipparDóu ekki svona hippadraumar þegar blómabörnin fluttu upp í Grafarvog og keyptu sér Volvo? Ég hefði verið til í að búa í svona sambýli þegar ég var yngri og barnlausari en í dag myndi ég frekar hoppa fram af húsþaki en að íhuga það. 

Þekkið þið einhverja gamla aflóga hippa sem væru til í að búa með þessari konu? Endilega biðjið þá að senda henni póst.  Ég er með veðmál í gangi hérna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er hippi, með dýran fatasmekk, hef alltaf verið hippi, mas áður en ég vissi að hvað það þýddi.  Hvorki þá né nú myndi ég telja mig svo félagslega "van"þroska að ég geti né vilji vera með fólk ofaní andlitinu á mér.  Skortur á hjarðeðli held ég.

Þú vinnur ekki á mér Ibba mín, en ég skal kanna málið.

Held að allir kommúnuhipparnir hafi gonnað "up in smoke"

Pís lof and happínessssssssssss

Úje

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 11:35

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hmmmm....ég bara veit það ekki. Þekki til erlendis að fólk býr í svona samvinnubúskapshugsjón en það er þá oftar nemar og pör fremur en fólk með börn. Þetta er áhugaverð tilraun og vonandi að vinkona þín skrifi bók um upplifunina ef þetta tekst. Hverjir séu kostirnir og gallarnir. En þetta fer örugglega mikið eftir því hvernig fólk velst þarna saman í svona sambúð.  Segi samt fyrir mig að ég held ekki að ég gæti rekist í svona fyrirkomulagi því þó ég haldi að ég sé hippi halda allir að ég sé lögfræðingur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.12.2007 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband