Tveir voða vitlausir!

Var að hlusta á Bylgjuna á leið í vinnu í morgun. Gissur fréttamaður var að segja frá góðri útkomu hins nýja borgarstjórnarmeirihluta í könnun sem Fréttablaðið (held ég) birti í dag. Hann tók líka fram að hinn nýji meirihluti nyti mun meira fylgis meðal kvenna en karla.

ScreenHunter_06 Jan. 11 20.34ScreenHunter_07 Jan. 11 20.34Gissur og Heimir þáttastjórnandi Íslands í bítið veltu ástæðunni aðeins fyrir sér og komust að þeirri niðurstöðu að ástæðan væri sú að Dagur væri svo myndarlegur og svo væri hann jú líka læknir!

Ákvað að setja inn mynd af þeim báðum svo þið getið séð að karlrembur koma í ýmsum útgáfum og leynast jafnvel stundum undir yfirbragði venjulegra manna.

En sem betur fer var Kolla í útvarpinu líka og tók þá félaga aðeins á beinið.

Eftir á fór ég aðeins að spá í þetta og sé ekki betur en að hér sé komið skólabókardæmi um attitjúdið sem mætir konum úti í þjóðfélaginu.

airheadDæmi: Karl og kona sækja um starf, þau eru jafn hæf. Sá sem ræður í starfið heldur að konan ráði ekki við að taka ákvarðanir byggðar á málefnalegum grunni og staðreyndum, hún pæli bara í hvort stöffið lúkki vel. Hann heldur líka að karlmenn taki allar sínar byggðar á málefnalegum grunni og s... well, you get my drift?

Við getum röflað okkur blá í framan um að jafnrétti kynjanna sé náð í lögum og því sé allt í gúddí. En meðan við náum ekki að breyta viðhorfum, og í raun samfélagsgerð, er slíkt tal hjóm eitt.

Þess vegna er ég róttækur feministi.  

PS! Ibbi vill að ég segi frá því að hann hafi verið í þvottahúsinu að brjóta saman þvott á meðan ég bloggaði! Ekki veit ég af hverju. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Jú, jú, við gefum Brad Pitt atkvæði okkar þegar verið er að kjósa um kynþokkafulla menn. Kaupum okkur líka inn á myndirnar hans.

En að kjósa hann á þing út á lúkkið er allt annað mál.

Ibba Sig., 11.1.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Sko svona eruð þið feminístarnir..látið kallana þræla í þvotti meðan það leka af ykkur gáfurnar...En svona í alvöru talað. Það er ok að strákar brjóti saman þvottinn..hef reyndar aldrei séð það almenninlega gert af þessu kyni en so...en alls ekki láta þá þvo. Það verða bara vonbrigði.

Ef þetta er ekki steypa þá veit ég ekki hvað.

Mér finnst reyndar mjög sniðugt að geyma kalla í kjöllurum svo maður fái smá bloggfirð.

Smjúts

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.1.2008 kl. 19:24

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Dagur er flottur, skemmtilega mildur metro maður, vel gefinn, góður stjórnmálamaður og síðast en ekki síst algjört augnakonfekt 

Marta B Helgadóttir, 13.1.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Tak for sidst, það var virkilega gaman að hitta þig.

Marta B Helgadóttir, 13.1.2008 kl. 00:53

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Ó, hvað ég er sammála þér.

Guðríður Haraldsdóttir, 16.1.2008 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband