Mynd af flugvelli fellir borgarstjórnarmeirihluta

Hinn nýi geysivinsæli borgarstjóri, Ólafur F*** Magnússon, var ekki sannfærandi í sjónvarpinu í kvöld. Hann stendur fyrir eitt mál, flugvallamálið, og fannst það smart að fella meirihlutann út á það. Og hvað segir á stikkorðablaðinu sem þeir félagar veifuðu sem málefnasamningi í kvöld? Jú, mynd af flugvellinum verður á deiliskipulaginu næstu misserin. Sjallar ætla áfram að kanna hvert hægt sé að flytja flugvöllinn en það finnst Ólafi allt í lagi. Flugvöllurinn má nefnilega vera á myndinni á meðan hann heldur sjöllum við völd.

Svo segist hann standa fyrir velferðamál og gegn einkavæðingu orkufyrirtækja en laumast í bólið með flokknum sem myndi einkavæða ömmu sína ef einhver vildi kaupa.

Maðurinn er svo geggjaður að hann heldur að hann standi fyrir heilindi. Döh.

Sá sem getur fundið einhvern Reykvíking sem vill Ólaf sem borgarstjóra má hafa samband við mig. Ég er með verðlaun.  Ég meina, flokkurinn fékk 10% þegar kosið var, slatta af því átti Margrét ein, restin kom frá flugvallarbrjálæðingum enda mældist hann með engan mann inni í síðustu könnun. Er það alvöru lýðræði að þessi maður sé nú orðinn borgarstjóri?

Tæplega 60% borgarbúa var ánægður með þann meirihluta sem nú er að fara frá. Hlakka til að sjá nýjar mælingar. 

Ps! Gleymdi að minnast á stærsta málið í "málefnasamningnum". Jú, þeir ætla að setja upp skilti! Þetta bara hlýtur að vera djókur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Því miður er þetta ekki grín! En þetta málefnasamingur er hins vegar bara grín. Merkja sögustaði, vera með mynd af flugvelli og friða húskofa. Já, maður myndar meirihluta utan um það... NOT!

Svala Jónsdóttir, 22.1.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég vil fá að kjósa nýja borgarstjórn.

...vil sömuleiðis fá að kjósa sérstaklega um þetta flugvallarmál. 

Marta B Helgadóttir, 24.1.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband