Sumar og sól

valmúi

 Nú er sumarið sko komið. Risavalmúinn hjá nágranna mínum í næstu götu skartar nú sjö fagurrauðum blómum en fyrsta blómstrið boðar sumarkomu hjá mér. Og allt í einu fatta ég að ég á algerlega eftir að skipuleggja hvað ég ætla að gera. Er ekki einu sinni búin að skrá á mig sumarfrí í vinnunni. Ótrúlega skipulögð týpa. 

Þrátt fyrir að hafa verið lítið virk á mínu bloggi hef ég verið dugleg að lesa annarra blogg. Undanfarið hafa afkimar mannlífsins sem maður verður allajafna ekki var við opinberast á bloggsíðum. Þar hefur maður fengið innsýn í heim fólks sem fær mann til að gapa. Þið vitið öll hvað ég er að tala um. Og eftir allan lesturinn brennur ein spurning í huga mér. Hvar eru félagasmálayfirvöld? Það er svo greinilegt að í þessum hópi eru einstaklingar *hóst*Imma og Halldóra*hóst*sem þurfa annan og betri félagsskap en sýknaða nauðgara og meinta níðinga. En nóg hefur svo sem verið skrifað um þetta og bæti ég þar engu við. 

CatsSunbathingHvað er málið með sólina? Ég er skíthrædd við húðkrabbamein, veit hvernig húðin eldist við of mikið sólarljós og allt það en um leið og gula fíflið glennir sig fæ ég mér frí í vinnu og leggst út, helst með olíu á öllum kroppnum, og baka mig klukkustundunum saman. Öll skynsemi fer lönd  og leið um leið og skýin hopa. Skil þetta ekki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband