Blæti ritstjóra

Var ekki notað orðið blæti þegar íslenska átti enska orðið fetish?

Datt þetta svona í hug þar sem ég las orðróm Mannlífs og sá að enn og aftur láta ritstjórar undan fetishum sínum á síðum blaðanna.  

En einn orðrómurinn hljómar svona:

,"sem ráðið hefur sig til mbl.is og skrifar djarfar beðmálssögur á blogg sitt er á forsíðu næstu Ísafoldar.Fullvíst er að forsíðan mun vekja gríðarlega athygli enda nær einstök í íslenskri tímaritasögu. Ellý talar tæpitunglaust í viðtali við Jón Trausta Reynisson, ritstjóra Ísafoldar, og er víst að margir bíða eftir blaðinu sem kemur út í næstu viku. "

Þeir feðgar og félagar Jón Trausti og Reynir Trausta, ritstjórar Mannlífs og Ísafoldar eru að skíta á sig í þessum blöðum. Þau eru illa skrifuð og óspennandi. Svo er alveg sérstaklega pínlegt að þeir troða stelpunum sem þeim finnast vera hot í hvert einasta blað, og skítt með hvort þær hafi eitthvað að segja. Takið bara eftir Lindu P, Ellý og Brynju fréttakonu sem endalaust poppa upp á síðum blaðanna. Sé t.d. ekki betur en að Ellý verði allsber á næstu forsíðu Ísafoldar, allavega þegar maður skoðar bloggið hennar í samhengi við þessa færslu. Gvöð hvað ég er spennt!

Reyndar hef ég asnast til að kaupa Mannlíf einu sinni og Ísafold einu sinni vegna þess að í þeim voru greinar um áhugavert efni en í bæði skiptin voru greinarnar svo illa skrifaðar að þær voru ólesandi. Man að önnur þeirra fjallaði um Bush stjórnina og var greinilegt að greinarhöfundur raðaði saman paragraphs um efnið og þýddi svo allt heila klabbið svo úr varð samhengislaust rugl á vondri íslensku. 

Það verður ekki annað sagt um Reyni, gamla skipstjórann, að hann fiskar stundum ágætlega en hásetar hans kunna ekki að gera að aflanum.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afhverju er ég alltaf svona sammála þér Ibbhildur Djóns? Sakna þín og verð alltaf yfirmáta glöð þegar þú bloggar. Smjúts.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.6.2007 kl. 18:36

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þetta viðtal við Ellý var alveg einstaklega þunnt og þó veit ég að hún hefur ýmislegt fleira að segja en þarna kom fram. Ódýrt PR og forsíðan er ekki meira einsdæmi en svo að hún er stæling á "Sex and the city" myndinni af Carrie. Fyrir utan það að svipaðar myndir hafa oft áður verið á forsíðu íslenskra tímarita. Ég minni t.d. á fræga mynd af Rósu Ingólfs í baði, sem var á forsíðu Mannlífs á sínum tíma.

Þunnur þrettándi indeed. Svo máttu blogga oftar, kona.

Svala Jónsdóttir, 3.7.2007 kl. 19:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband