Skrítið fólk

Það er ljóst að hópurinn sem vill halda í stimpilgjöldin, uppgreiðslugjöldin og níðinu á neytendum er soldið stór. Það er líkast til sami hópurinn og vill halda öryrkjum og eldri borgurum undir fátæktarmörkum. Getur verið að fólkið sem hefur það of gott og gefur skít í aðra sé orðið svona margt? Eða eru þetta bara bitur vinstri græn?

Mér finnst ríkisstjórnin vera gera góða hluti á mörgum sviðum, Jóhanna er að beita sér sterkt, ungi viðskiptaráðherrann var með ótrúlega flott útspil í síðustu viku og öll ásýnd og áherslur utanríkisþjónustunnar eru að breytast með Ingibjörgu Sólrúnu. 

Hvað er fólk að pæla? 


mbl.is Fylgi við ríkisstjórnina minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Obbosí.

Þú verður að passa þig að kokgleypa ekki allt sem ríkisstjórnin lætur útúr sér þessa dagana.  Þá sérstaklega ekki Viðskiptaráðherra.

Hann sagði jú að hann ætlaði að láta stimpilgjöldin niður falla á næstu tveimur árum....það var þangað til að hann sagði að nei, það væri ekki hægt fyrr en fasteignaverð myndi lækka. Bíðum við? Hvenær hefur fasteignaverð á Íslandi lækkað? Aldre.

Hann sagði að vörugjöldin ættu að fara lönd og leið. Í næsta fréttatíma sagði hann að sum vörugjöld ættu að fara. Ég reikna með að í næstu viku verði hann algjörlega búinn að gleyma þessum vörugjöldum.

Jóhanna Sigurðar ákvað að 70 ára og eldri gætu unnið sér inn allt að milljón á ári án þess að það myndi skerða tekjutrygginguna þeirra. Bíðum við? Hvaða rugl er það eiginlega, hvers vegna ekki frá 67 ára aldrei þegar fólk er að fara af vinnumarkaðnum í dag? Finnst einhverjum líklegt að einhver fari af vinnumarkaði 67 ára, hvíli sig í 3 ár og mæti svo aftur klárt í slaginn á 70 ára afmælisdaginn? Þetta eru ólög og ekkert annað.

Snæþór Halldórsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 10:26

2 identicon

Er ríkisstjórnini að standa sig??  Ekki finnst mér það.  Þessi ríkisstjórn er fyrst og fremst ríkistjórn Höfuðborgarsvæðisins.  Nær allir ráðherrarnir eru úr kjördæmum af Höfuðborgarsvæðinu og öll gildi þeirra miðast við Höfuðborgarsvæðið.  Ráðherrarnir eru í engum tengslum við landið og miðin utan við Höfuðborgarsvæðið og er alveg skítsama um restina af landinu. 

Mér sýnist ráðherrrarnir vera meira eða minna erlendis að boltra sig upp þar. 

Hvað hefur Þorgerður Katrín gert í menntamálum??   Ef hún er ekki einhversstaðar í sínum mörgu utanlandsferðum, er hún að sýna sig í blöðum þar sem sjá má hana opna sýningar eða klippandi borða.

Og Ingibjörg??  Hún gerir ekkert annað en að ráða einhverjar vinkonur sínar í ábyrgðarstöður í stjórnkerfinu.

Hvað með Össur?  Er hann iðnaðarráðherra Íslands eða Indónesíu??  Hann er búinn að eyða miklum tíma erlendis á kostnað almennings.  Þar er hann að flytja út störf frá Íslandi til þróunarlanda í staðinn fyrir að byggja upp starfsemi á Íslandi.  Mörg samfélög úti á landi er að blæða út á meðan, m.a. vegna niðurskurðar ríkisstjórnarinna á kvóta um 30%.

Þessi stjórn kallar sig "framfara og velferðarstjórn".  Þvílík öfugmæli!!

Jón Þórir Halldórsson (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 11:39

3 Smámynd: Ibba Sig.

Ja, hérna hér! Þið eruð bara heitir! 

Ég er bara ánægð með Samfylkinguna í stjórn, ég ætla að verða óánægð með hana ef og þegar ég sé að það á ekki að standa við stóru orðin. 

En þangað til lítur þetta vel út.  

Ibba Sig., 2.11.2007 kl. 15:46

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Eru þetta einhverjir Framsóknarmenn eða frjálslyndir sem pikka upp bloggfærslur á fréttir mbl.s ef hugsanlega er möguleiki á spennu ? Það gæti greinilega orðið býsna fjörugt hjá þér ef þú tækir allar neikvæðar fréttir ríkisstjórnina!

Edda Agnarsdóttir, 3.11.2007 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband