Hafa svindlað árum saman- eða a.m.k. reynt það

Það er ekkert langt síðan ASÍ sætti harðri gagnrýni vegna verðkönnunar sem gerð var í lágvöruverðsverslunum. Ég var nokkuð virk á bloggum annarra að segja mína skoðun og nú er hún bara að sanna sig. Það gengur ekki að gera verðkannanir öðruvísi en að fara sem neytandi, kaupa inn og fá strimilinn. Það er eina verðið sem gildir. 

Þeir sem þekkja mig vita að ég veit alveg hvað ég er að tala um. Ég veit að sumar verslanir eru verri en aðrar þegar kemur að því að reyna svindla á verðkönnunum. Þegar ég þekkti sem best til var það Nettó í Mjódd og núna virðist það vera Krónan. 

Þær raddir hafa lengi verið uppi að verð sé breytilegt í þessum verslunum eins og starfsfólkið heldur fram, þ.e. dýrara seinnipartinn og um helgar þegar minni séns er á verðkönnunum. Ég veit að reynt hefur verið að hanka verslanir á þessu en fjölmargar tilraunir báru engan árangur. 

Það verður gaman að fylgjast með hvað verður úr þessu máli.

Ég eeeeeelska neytendamál! Does that make me a nerd? Held ekki, it's hip to be square!

 


mbl.is Segja vöruverð hækkað þegar ekki er von á könnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er svo algerlega sammála þér! Hvað gæti verið mikilvægara fyrir fjármál heimilanna en neytandamál? Við þurfum ÖLL að vera sífellt á verði og láta í okkur heyra. Við erum ekki sammála um öll málefni hverju sinni, en ég held að við höfum sömu grundvallarskoðanir.

Ingi Geir Hreinsson, 31.10.2007 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband