22.1.2007 | 21:59
Hjálp!
Þrátt fyrir að ég sé tækniséní hefur mér ekki tekist að setja inn mynd af mér undir höfundarupplýsingar.
Ég tel það ansi mikilvægt að koma myndinni inn enda er ég lekker dama og er viss um að fegurð mín muni draga marga inn á þetta blogg. Sjáið bara Binga, ekki er hann að fá þessa traffík inn á síðuna sína út af því sem hann skrifar. Nei. Þangað kemur fólk til að líta fallega sólbrúnkuna, gleraugnaaðgerðina og tannhvíttunina. Þar fer sko fjárfesting sem borgaði sig. Það kostar kannski 20 þús kall að hvítta tennur, 5000 kall að fara í brúnkusprey og augnaðgerðin kostar 300 þús.
Sem sagt, fjárfesting upp á 320.000 á móti væntanlegum ca 30 millum í laun sem borgarfulltrúi næstu fjögur árin. Æ, gleymdi að taka með í reikninginn að hann seldi sálu sína Sjálfstæðismönnum í borginni. En hún hefur varla verið mikils virði. Hann er nú einu sinni í Framsókn.
En þetta var allt saman útúrdúr. Ég ætlaði bara að spyrja hvort einhver gæti sagt mér hvernig ég set inn mynd.
Athugasemdir
Farðu í: Stjórnborð - stillingar- um höfund
Aðal-séní
Heiða B. Heiðars, 22.1.2007 kl. 22:39
Lastu ekki færsluna? Ég er tækniséní og því er ég nottla búin að reyna hina hefðbundnu leið, stjórnborð, stillingar, um höfund, browse og vista. En fæ þá bara þennan rauða kross í stað myndarinnar.
Viltu vera memm? (bloggvinur minn)
Ibba Sig., 22.1.2007 kl. 23:29
Damn Beta, ertu Mensa? Nú þarf ég bara að læra stilla myndina þannig að hausinn á mér sjáist. Þessi lekkera dömuhárgreiðsla má ekki vera í felum, nú þegar Óskarinn er að koma og allar leikkonurnar að leita að rétta hárinu.
Ibba Sig., 23.1.2007 kl. 00:12
Í alvöru talað. Mér finnst að þú hefðir átt að nota þessa hauslausu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2007 kl. 01:04
Ég er búin að senda þér beiðni um að vera mem... en þú hefur ekki svarað mér. Skepna
Heiða B. Heiðars, 23.1.2007 kl. 09:41
...og ég er sammála Katrínu. Þessi hauslausa var smartari
Heiða B. Heiðars, 23.1.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.