23.1.2007 | 16:09
Damsel in distress
Ég fer að verða eins og Gettu betur nördinn Stefán Pálsson sem bölvar Moggablogginu í hverri einustu færslu sem hann setur inn á blogg menningarvitanna á Kaninku. Það virkar bara ekkert hérna. Hér er listi yfir það sem er að hjá mér núna:
1. Ég get bara skrifað færslur endrum og sinnum. Þess á milli neitar bendillinn að festa sig í textahólfinu.
2. Það vantar á mig hárið.
3. Bloggvinir mínir eru ósýnilegir. En það er svo sem ekkert nýtt, ég hef bara átt ósýnilega vini síðan ég var barn. En maður vill nú monta sig þegar maður loksins eignast raunverulega vini, þótt það sé ekki nema í netheimum.
5. Ég sendi póst til hjálparaðilanna á blogginu og var þar með djók um Annþór handrukkara en þeir sem vinna þarna skildu hann ekki. Kannski af því að ég mundi ekki nafn Annþórs og skrifaði brandara um einhvern Annas.
6. Vinsældarlistinn hér er annað hvort bilaður eða það er einhver klíka sem getur breytt honum eftir eigin höfði. Já, ég veit að þegar maður kemur með svona alvarlegar athugasemdir þarf maður að bakka þær upp. Og sannanirnar eru hér svart á hvítu, ég kemst ekki á top 10 á vinsældarlistanum. Þarf frekari vitnanna við? Ha?
Og svo þegar ég kíkti á þessa færslu sá ég að hún var öll í einni kássu svo ég þurfti að fara aftur hér inn og laga (og bæta þessu vjið). Og svo vantar lið númer 4, en ætli það sé ekki mín sök?
Athugasemdir
Mínir vinir hurfu líka eins og dögg fyrir sólu. Gerðsit þegar ég fór að skrifa fyrir alvöru.
Sad...huh?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.1.2007 kl. 16:43
Keli, þú ert kominn í efsta sæti vinsældarlistans hjá mér
Ibba Sig., 23.1.2007 kl. 19:16
Hey! What am I? Chopped liver?
Heiða B. Heiðars, 23.1.2007 kl. 21:18
Já, Aðal-heiða, þú ert hökkuð lifur.
Og Beta, góður!
Ibba Sig., 23.1.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.