25.1.2007 | 19:59
Heimskona
Eins og þeir sem þekkja mig vita, er ég mikil heimskona. Er í íslenska þotuliðinu og er sífellt á ferð og flugi. Hef m.a. á einu ári komið á Reyðarfjörð, Borgarnes, Ísafjörð (og þaðað fór ég í bíltúr á Súganda) og nú í dag á Snæfellsnesið.
Djöfull var kalt.
Stoppaði í sjoppunni í Grundarfirði og sá þá hversu vel ég er orðin að mér í íslenskri sjoppulandafræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvort ég hefði áður komið á þennan stað fyrr en ég kom inn í sjoppuna. Þá fór mín að kannast við sig. Já, hugsaði ég, þetta er bærinn sem var gulur, rauður, grænn og blár í fyrra! Er ég snjöll eða hvað? Reyndist hafa verið þarna sl. sumar þegar einhver "dagur" var í gangi.
Og nota bene, hvernig nenna öll þessi bæjarfélög að hafa svona mikið fyrir því að lokka fólk í sjoppuna á staðnum á sumrin. Eða hvaða annan tilgang hafa allir þessir danskir/franskir/færeyskir/humar/ og fiski-dagar? Við Ibbi gerum yfirleitt lítið annað en að kaupa pulsur ofan í ómegðina á svona stöðum.
En það er eitt sem ég skil ekki. Hvernig ætli útlenda þotuliðið fari að því að líta alltaf svona vel út? Ég er veðurbarin, með hárið út í loftið og eldrauð í framan af útiveru. (En samt ennþá ferlega sæt). Er þetta spurning um eitthvað nýtt meik? Kannski tegundina sem var auglýsti í Americas next top model í gær? Einhver?
Að lokum er gaman að segja frá því að á næstunni liggur leiðin að Skógum, í Skálholt, til Vestmannaeyja og jafnvel í Skagafjörðinn.
Er ég heimskona Íslands eða hvað?
Djöfull var kalt.
Stoppaði í sjoppunni í Grundarfirði og sá þá hversu vel ég er orðin að mér í íslenskri sjoppulandafræði. Ég hafði ekki hugmynd um hvort ég hefði áður komið á þennan stað fyrr en ég kom inn í sjoppuna. Þá fór mín að kannast við sig. Já, hugsaði ég, þetta er bærinn sem var gulur, rauður, grænn og blár í fyrra! Er ég snjöll eða hvað? Reyndist hafa verið þarna sl. sumar þegar einhver "dagur" var í gangi.
Og nota bene, hvernig nenna öll þessi bæjarfélög að hafa svona mikið fyrir því að lokka fólk í sjoppuna á staðnum á sumrin. Eða hvaða annan tilgang hafa allir þessir danskir/franskir/færeyskir/humar/ og fiski-dagar? Við Ibbi gerum yfirleitt lítið annað en að kaupa pulsur ofan í ómegðina á svona stöðum.
En það er eitt sem ég skil ekki. Hvernig ætli útlenda þotuliðið fari að því að líta alltaf svona vel út? Ég er veðurbarin, með hárið út í loftið og eldrauð í framan af útiveru. (En samt ennþá ferlega sæt). Er þetta spurning um eitthvað nýtt meik? Kannski tegundina sem var auglýsti í Americas next top model í gær? Einhver?
Að lokum er gaman að segja frá því að á næstunni liggur leiðin að Skógum, í Skálholt, til Vestmannaeyja og jafnvel í Skagafjörðinn.
Er ég heimskona Íslands eða hvað?
Athugasemdir
Þú lest greinilega ekki það sem aðal-bloggararnir skrifa hér!!
Fylgiblöð Blaðsins sem ætluð eru konum er greinilega hannað fyrir svona heimsborgara eins og þig :) Kann reyndar ekki að linka þig á upptalninguna mína.. :)
Heiða B. Heiðars, 25.1.2007 kl. 20:21
ísland er ekki land fyrir heimskonur. Sjáðu mig. Nota ferlega smart make sem er til sölu í útlöndum og það er einhver heimsfræg sem auglýsir það. Sæt og hrukkulaus. Ástæðan fyrir að heimskonan Dorrit Mussajeff er svona fín í framan er að hún á íbúð í London og dvelur þar langdvölum. Er einhver með símann hjá henni? Var að spá í hvort hún vildi ekki styrkja listakonu í næsta bæ.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.1.2007 kl. 21:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.