27.1.2007 | 19:24
Ísland eða Úganda?
Jæja, þá er varaformannskjöri í Frjálslynda flokkum að baki og kom niðurstaðan ekki á óvart. Hún er sú að næstum 60 % af flokksmönnum eru fífl!
Að henda út skarpasta tólinu í skúrnum kann ekki góðri lukku að stýra en það er annað og meira sem er athugavert við þessi úrslit.
Í fréttum Rúv var sagt frá því að úrslitin hefðu verið 54/46 fyrir Magnúsi. Svo kemur bara í ljós að fleiri atkvæði voru á flakki um húsið og þau hafa greinilega flest tilheyrt Magnúsi því hann endaði með að fá næstum 58% atkvæða. Hallóóó!
Kannski voru þetta atkvæðin sem Guðjón formaður sást aðstoða fólk við að útfylla og safnaði saman sjálfur, væntanlega til að koma þeim í kjörkassann.
Og hvað með öll atkvæðin sem greidd voru í varaformannskjörinu áður en opnað var fyrir atkvæðagreiðslu.
Það er svo margt sem er ekki í lagi við þessa kosningu að þegar ég sá þetta í fréttum leið mér allt í einu eins og ég væri stödd í Uganda.
En að er nú lýðnum ljóst að Guðjón og Magnús ætla ekki að "leyfa" Margréti að fá nein alvöru völd í flokknum. Þeir halda greinilega að það sé vænlegra til árangurs að tefla fram stórsveit karla og kynþáttahatara. Meira að segja eru blikur á lofti um að skipta eigi út Sigurlín Margréti fyrir kall sem hlaut ekki brautargengi í prófkjöri Samfylkingarinnar, Valdimar Leó. Verði þeim að því.
Þessi flokkur er pólitísk ruslakista og ég vona að staðan verði ekki sú eftir kosningar að það velti á Frjálslynda flokknum hvort ríkisstjórninni verði komið frá.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.