Ég í öllu mínu veldi

Ég er að kikna undan þrýstingi frá tískuiðnaðinum og öðrum karlmönnum um að vera alltaf ótrúlega grönn og lekker og hefur tekist nokkuð vel upp þótt ég segi sjálf frá.  

Svo byrjaði ég í nýrri vinnu.

Þar er étið allan daginn og endalaust gúmmelaði í boði. Fullur ísskápur af saltötum og ostum, stór skúffa með kexi og teik át reglulega.

Og allt í einu sýndi vigtin 80,3 kg.

Sem er kannski ekkert svakalega mikið þegar hæð mín er tekin með í reikninginn, sú staðreynd að ég er miðaldra og margra barna móðir.

Ég sá samt strax að það var ekki hagkvæmt að burðast með öll þessi kíló í gegnum lífið, bæði er það erfitt og óhollt og svo passa ég ekki í fötin mín. Og endurnýjun á svona lekkerum fataskáp er bara meira en ég ræð við fjárhagslega um  þessar mundir.

Og ég skellti mér í ræktina.

Er búin að hamast í tvær vikur í ræktinni, borða eins hollt og ég mögulega get og allt það. Hef varla verið gangfær vegna strengja allan tímann. Steig svo á vigtina aftur í dag.

Vigtin sýndi 80,3 kg.

Myndi það teljast góður árangur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er frábær árangur. Hvað ertu búin að éta mörg kíló þessar tvær vikur sem hvergi sjást utan á þér? Eitt gott ráð. gerðu Lotte Berk æfingar meðan þú bloggar. Það geri ég og með meiriháttar árangri.  Þessar æfingar láta lítið yfir sér en gera mikið. Ég er t.d komin með stinnan rass og mjög fima fingur.

Er núna að vinna með teygjur á baki og er með tölvuna uppi á ísskáp meðan ég blogga. Þarf að teygja verulega mikið til að ná á lyklaborðið.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 27.1.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Kannski hefur þú bætt á þig vöðvum og allt það. Það er alla vega möguleiki. :)

Svala Jónsdóttir, 31.1.2007 kl. 18:49

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hey Ibbs! Er þetta rétt hjá Betu? Ertu horfin?

Þú veist að það á að stunda blogg daglega. Að minnsta kosti þriðja hvern dag. Bloggedíblogg!

Svala Jónsdóttir, 1.2.2007 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband