Long tæm, nó sí

Thank you Jesus, thank you Lord... sögðu Rúllandi Steinarnir einhvern tímann í texta við flott lag. Í dag myndi þessi lína væntanlega hljóma eitthvað á þessa leið: Thank you Tom, thank you... hvað? Kate, kannski? Eða er þessi of djúpur fyrir alla nema Betu?

En allavega þá kom þessi aldni texti í hug mér þegar ég enn og aftur ákvað að opna Moggabloggið og athuga hvort ég gæti skrifað og bendillinn minn bara festist í Meginmáls- glugganum og ég get skrifað!!!

 Meiri djöfulsins leiðindin að geta ekki tjáð sig alltaf þegar þörfin kemur upp. Ég hef meira að segja fengið símtöl frá fólki sem veit hvað ég tala mikið, þar sem það segist hafa óttast um að eitthvað hafi komið fyrir mig þar sem ég hafi ekki bloggað í nokkra daga. En mér þykir vænt um að einhver sé að spá í hvað ég sé að að gera og hvort það sé allt í lagi með mig.

Verst þykir mér þó að geta ekki einu sinni skrifað komment við allar skemmtilegu færslurnar sem bloggvinir mínir, fáir en góðir, hafa dælt inn síðustu daga.

 Ætli Moggabloggið sé með síma svo maður geti hringt og æpt á einhvern?

homer,scream

Þetta er nottla hin fræga mynd Ópið eftir hann Edda. Og tengslin? Jú, hringja og æpa á Moggabloggið - myndin Ópið! Kapíss? 

Alltaf kjánalegt að þurfa útkskýra djókið eða vísanirnar. En svona er þetta þegar maður heldur að einhverjir sjallar gætu villst hérna inn, einhver sem skilur bara Exel.  

Og nú er formálinn orðinn svo langur hjá mér að ég man ekkert eftir öllum þeim hlutum sem mér lágu á hjarta þegar ég byrjaði. Talandi um að vera með skert skammtímaminni, ha?

Ó jú, nú man ég eitt. Heyrði samsæriskenningu í gær um vinsældarlista Moggabloggsins, þar sem því var m.a. haldið fram að það væri handpikkað inn á hann, að feministar væru þar markvisst útilokaðið og fleira svoleiðis. Ég er alltaf svolítið stressuð yfir samsæriskenningum en kaupi samt sumar þeirra.

En ekki þessa þegar ég í morgun sá að inn á "vinsæl blogg" var komið eitt sem heitir "Feministinn". Jæja, hugsaði ég, þar féll þessi kenning um sjálfa sig og svo opnaði ég þetta vinsæla blogg.

Nema hvað að þetta var andskotans ekkert feminiskt blogg heldur einhver antifeministi sem hafði ekkert til málanna að leggja nema níð um okkar bestu, öflugustu og flottustu baráttukonur. Og undirliggjandi var hinn ómannlegi tónn frjálshyggjunnar.

Þarna voru 2-3 slappar færslur sem ég trúi ekki að hafi dregið að þessar þúsundir sem þarf til að komast ofarlega á vinsældarlistann. Hvernig vissu allir af þessu glænýja bloggi? Skrítið, mjög skritið. En rosa á það marga bloggvini, ætli allt þetta fólk viti hvað það er að auglýsa með því að gerast bloggvinir "feministans"? 

Þetta er bara eitt mál af mörgum og kannski kemst ég fljótlega inn hérna aftur til að létta á mér.

En ég keypti mér skó bæði í gær og í dag. Og það telst frétt til næsta bæjar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'Eg er búin að sitja sveitt við blogg núna í tvær vikur og kemst hvorki aftur ábak né afram. Enda er ég ekki femínisti.Það er greinilega einhver klíka í gangi sem stjórnar. Hver setur blogg upp sem gerir ekkert nema kvitta sig inn á moggafréttir? "Mér finnst þessi frétt æði" með link inn á lélega moggafrétt um ekkert'?

Common. Það er einhver skrítin stjórnun í gangi hér. Fólk sem hefur ekkert að segja flýgur upp?

Undarlegt í meira lagi fyrir okkur hin sem rembumst við að semja og segja eitthvað sjálf.

Best að vera eins og hinir og linka inn á moggafréttir.

katrin (IP-tala skráð) 3.2.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Sko.. í fyrsta lagi, skrifa í word og færa svo yfir í bloggið! Annars er alltaf hætta á því að viskan komist ekki áleiðis

Í öðru lagi... myndin er snilld! Búin að stela Simpson ópinu

Í þriðja lagi.. passa skórnir við blá sloppinn? 

Heiða B. Heiðars, 4.2.2007 kl. 11:52

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Guði sé lof að þú ert ekki týnd og tröllum gefin. Miklar gleðifréttir þetta með skóna. Tvenn pör á einum og sama deginum.???? Settu inn mynd af þeim kelling. Get með herkjum ímyndað mér eitt par af flottum skóm..en get ómögulega tvenn pör í einu. Mynd takk!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 4.2.2007 kl. 13:30

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

And-femínista bloggið er rugl. Þú ert hins vegar snillingur.

Og við viljum fá mynd af skónum!

Svala Jónsdóttir, 4.2.2007 kl. 20:22

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Og meira blogg!!!!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 6.2.2007 kl. 14:28

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skór flærðarinnar!  Góður titill á æfisögu?

Jón Steinar Ragnarsson, 9.2.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband