9.2.2007 | 14:48
Var mig að dreyma?
Ég var eitthvað að vesenast heima í gær og heyrði útundan mér auglýsingu frá einhverjum bankanum, held Glitni, sem hljómaði eitthvað á þessa leið:
Þú hefur kannski ekki efni á að fá Elton John til að spila í afmælinu þínu en þú getur sparað (eða eitthvað svoleiðis) hjá okkur!
Mig hlýtur að hafa verið að dreyma. Það er enginn svo klikkaður að halda að þetta renni ljúft ofan í almenning á landinu? Á maður að trúa því að liðið í bönkunum sé orðið svo veruleikafirrt að það sjái ekki að þetta er stórt fokkmerki framan í landsmenn, a.m.k. þá sem ekki fengu banka gefins eða náðu að stela Sambandinu.
Verst að ég er ekki í viðskiptum við þessa bjána. Því þá gæti ég sko sýnt þeim hvar Davíð keypti ölið og tekið út barnabæturnar mínar ef ég fengi einhverjar. Ha? Væri það ekki gott á þetta pakk?
Er nokkuð töff að drífa sig niður í banka og stofna bankareikning og loka honum strax aftur í mótmælaskyni? Er það ekki soldið eins og þegar Nói albinói rændi bankann í samnefndri mynd? Bara kjánalegt? Ha?
Athugasemdir
Þetta hefur ekki verið Kaupþing ...?
Hlynur Þór Magnússon, 9.2.2007 kl. 15:12
Kannski eru bankarnir orðnir þreyttir á að blóðmjólka aumingjana sem eiga enga alvöru peninga og eru að reyna fá eigendur sína til að vera með almenna reikninga hjá sjálfum sér á okurvöxtum???? Auðveldara að höfða til svona ímyndar um afmælissvalls og söngtónleika á þeim bæjunum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 15:28
Passið ykkur. Bloggið er hlerað.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.2.2007 kl. 16:24
Neibb....Ég sendi hlerarana heim til Jóns Baldvins
Heiða B. Heiðars, 9.2.2007 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.