11.2.2007 | 10:39
Úps, ein voða vitlaus!
Ég sit í rúminu mínu á sunnudagsmorgni, búin að lesa blöðin og farin að kíkja í bloggheima. Af og til les ég bloggið hans Jóns Axels sem var vinsæll í útvarpinu fyrir mörgum, mörgum árum. Leiðir okkar lágu einu sinni saman í ákveðnu verkefni og því álpaðist ég inn á síðuna hans www.jax.is þegar ég rakst á hana. Þar er m.a. eftirfarandi pistil að finna:
Hvort það var úthugsaður leikur stjórnenda 365 að ráða Steingrím í þetta verkefni út á útlitið, eða bara að hafa fengið það í bónus, þá er ljóst að það er komin keppni á milli sjónvarpsstöðvanna um athygli kvennanna! Nú er framlína dægurþáttanna skipuð svölum körlum sem konurnar fíla! Þórhallur á RUV og Steingrímur á Stöð 2. Á hverju kvöldi kynnir Þórhallur efni Kastljóssins í ferskum hvítum bol og vel strauaðri skyrtu, öruggur og trúverðugur. Á Stöð 2 er það Steingrímur sem er með ekki ólíkan stíl, ekkert bindi og háir sokkar svo ekki sjáist í bera fótleggina, með öruggt fas, vel meðvitaður um mikilvægi þess að vera vel klæddur og samkvæmt nýjustu tísku.Það er alkunna í auglýsingabransanum að ef höfðað er til kvenna, eru meiri líkur að árangur náist. Það er sagt að konur taki ákvörðun um allt að 80% útgjalda heimilanna. Ef það er stragedía að setja þessa tvö glæsimenni í framlínuna, þá er keppnin um konurnar hafin fyrir alvöru milli sjónvarpsstöðvanna.
Er þetta í alvörunni málið?
Eru konur almennt að kveikja á sjónvarpinu til að sjá dindilinn Þórhall í crispy hvítri skyrtu eða Denna í uppháum sokkum?
Æi, ég nenni ekki að skrifa meira um þetta. Mig langar MEST TIL AÐ ÖSKRA!! Ekki síst eftir að ég reyndi að ræða þessi mál við Ibba og hans svar var að flest fólk gerði hluti af öðrum hvötum en það héldi sjálft, i.e. ég horfi ekki á Kastljós vegna efnisins heldur bara af því að Þórhallur er sexý. Ég lýg bara að sjálfri mér að ég hafi gaman að fylgjast með samfélagslegum málefnum eins og pólitík og fleiru.
Ég ætla ekki einu sinni að byrja tala um hvernig litið er á konurnar sem eru í þættinum með Denna. ARG!
Skil samt ekki hvað ég er að röfla hér, það les enginn þetta blogg. En þetta er ágætis útrás. Ég er allavega hætt að öskra.
Athugasemdir
Nei, þetta er ekki í alvörunni málið. Þórhallur er fínn þulur og eflaust ágætis náungi, en að hann sé svo kynþokkafullur að konur flykkist að skjánum ... nah.
Hef ekki séð Ísl. í dag. og get því ekki dæmt um það.
Svala Jónsdóttir, 11.2.2007 kl. 15:41
Enda finnst mér það ekki vera spurningin hvort konum finnist þessir gæjar sexý heldur frekar sú hvort það sé aðalmálið þegar við veljum sjónvarpsefni.
Ibba Sig., 11.2.2007 kl. 17:40
Ef mér þættu þeir sexy væri það bara smá bónus... en ég horfi á þættina þó svo að mér finnist þeir ekki vitund sexy.
Heiða B. Heiðars, 11.2.2007 kl. 22:04
Maður horfði nú á sjónvarp og þætti löngu áður en kynþokkafyllstu karlmennirnir voru kosnir af þjóðinni.Er ekki bara verið að búa til enn eina gerviþörfina og svo endar þetta með því að það verður bara fagurt fólk á skjánum. Því fólk vill bara horfa og dáðst að en ekki heyra neitt eða hugsa. Enda er það svo þreytandi. Nógu mikið er álagið að kíkja eftir hvort litirnir passi saman í strípunum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.2.2007 kl. 09:28
Nú ég skilja afhverju ég fæ alltaf á tilfinningu að Ragnheiður Steinunn sé gersamlega óþörf með Þórhalli á skjánum... ómeðvitað vildi ég bara horfa á hann aleinan....;)
ókunn (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.