14.2.2007 | 18:45
USA eða Skandinavía?
Í fréttum í kvöld var sagt frá skýrslu UNICEF um hag barna. Þar kom í ljós að hagur barna í Skandinavíku er nokkuð góður en einna verstur er hann í Bandaríkjunum.
Í ljósi slíkra frétta spyr maður sig af hverju stjórnvöldum hér á landi er svo mikið í mun að færa sig sífellt nær Ameríska módelinu í stað þess að taka upp hætti frændþjóða okkar í norðri.
Það sýnir sig sífellt betur að ameríska módelið er verra fyrir alla nema þá ríkustu. En það er kannski löngu ljóst fyrir hverja núverandi stjórnvöld vinna.
Vinstri stjórn í vor, það er eina leiðin fyrir 90% þjóðarinnar, launafólk, umhverfið, konur og ekki síst, börnin okkar.
Athugasemdir
Kannski þyrftum við að senda þingmenn stjórnarflokkanna í langar heimsóknir til Bandaríkjanna, þar sem þeir þyrftu að vinna á lágmarkslaunum, án sjúkratryggingar og án þess að vera í verkalýðsfélagi, og sjá hvernig þeim líkar draumaríkið þá. :)
Svala Jónsdóttir, 15.2.2007 kl. 00:56
Það þarf ekkert að senda þá eitt né neitt..bara setja þá út í okkar þjóðfélag. Borga fyrir læknisþjónustu og heilbrigði, horfa á sofandi verkalýðshreyfingu og borga fyrir með engum peningum EÐa reyna það. Þetta er ekki lengur fjarlæg ógn. Hún er hér. Núna.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.2.2007 kl. 00:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.