14.2.2007 | 18:53
Hláturskast í beinni
Híhí, það hlýtur að vera agalegt að vera fréttaþulur og fá hláturskast í beinni útsendingu. Eitt slíkt atvik sást á Stöð 2 í kvöld þegar hreinlega ýlfraði í Brynhildi í gegnum heila frétt af Baugsréttarhöldunum.
Ástæðan var ekki stór, bara tilraunir Loga Bergman í næstu frétt á undan til að bera fram nafn forseta Túrkmenistans.
Ég man eftir öðru svona atriði, þá var Logi í kasti meðan hann las einhverjar fréttir af voðaatburðum og skellihló allan tímann.
Annars heitir forseti Túrkmenistans Kurbanguly Berdymukhamedov
Athugasemdir
Já..ég var að hlusta á ísland í dag í tölvunni og hélt fyrst að hú væri að kafna greyið eða með svona mikið kvef...en þetta var ógeðslega fyndið. Örugglega ferlega erfitt að lenda í hlátusrskasti í beinni...hehe
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.2.2007 kl. 18:56
Mitt innlegg er --- fleiri hlátursköst --- hélt einhver að lífið og fréttirnar væru yfirhöfuð dauðans alvara?
Vilborg Eggertsdóttir, 15.2.2007 kl. 04:18
Satt segirðu Vilborg...þetta er auðvitað allt bara einn stór brandari.Og bara fínt að fréttamenn séu farnir að fatta það og hlægja að því upphátt og fyrir framan alþjóð..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.2.2007 kl. 09:33
Já, hún Brynhildur stóð sig eins og hetja að mínu mati. Ég ætlaði bara ekki að trúa þessu þegar ég horfði á það. Hér er þó linkur á það alversta atvik sem ég hef séð af þessu tagi, hollenskur þáttur þar sem verið er að tala við fórnarlömb læknamistaka. NB, fréttamaðurinn var rekinn. Þetta byrjar hægt en gefiði þessu tíma...
http://kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=1764
Ingi Geir Hreinsson, 17.2.2007 kl. 10:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.