20.2.2007 | 15:59
Kjánalegir Skandinavar
Undanfarið hef ég í þrígang þurft að hafa samskipti við Skandinava vegna vinnu minnar. Þeir hringja hérna og byrja að babbla, hratt og óskiljanlega, á móðurmáli sínu og ég skil ekki baun. Þegar flóðbylgja orðanna minnkar hjá þeim næ ég að skjóta inn í: Dú jú spík íngliss? Og þá eru viðbrögðin sú að þeir úa og æja yfir því að ég skuli ekki vera flúent í þeirra máli.
Hvað er málið? (takið eftir hvað þetta er flott hjá mér, málið/tungumálið, kapíss?)
Einn Daninn sagði í enda samtals: Skrítið að vera tala við Íslending og við þurfum að nota ensku! Ég svaraði nottla um hæl að hann hefði átt að æfa íslenskuna sína betur áður en hann hringdi í mig.
Í dag var hneykslaðist Norsari á mér fyrir að kunna ekki málið hans. "Veistu ekki að þitt mál er komið af norsku?" spurði hann í forundran. Ég varð bara orðlaus, hefði þurft að láta mér detta eitthvað verulega sniðugt kombakk í hug en er heiladauð þessa dagana.
Ég ætla bara að halda áfram að tala mína fallegu ísl-ensku og ef fólk vill tjá sig við mig á öðrum málum þá getur það bara tekið sénsinn. Ég gæti misskilið illa.
Rétt er þó að taka fram að ég get tjáð mig á fjölda tungumála. Vantar bara að komast í réttu aðstæðurnar til að nota þekkinguna. Kann t.d. að segja: "ég finn hvergi bíllyklana mína" á frönsku og "hann flaug undir rúmið" á þýsku. Einhvern tímann er ég viss um að geta slegið um mig með þessum frösum.
Athugasemdir
"Snacka engelska för fanken eller lägg på luren"; getur þú sagt þegar þínir "nordiska vänner" eru að ergja þig. Annars má benda norrænum mönnum á þá staðreynd að þeir hafi einu sinni, allir sem einn talað íslensku. Hmm ekki vinsælt og ekki skothelt sannað. But who cares?
jenfo (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.