20.2.2007 | 23:59
Kalt mat
Eftir ítarlegar og vísindalegar rannsóknir hef ég komist að því að u.þ.b. helmingur þjóðarinnar er ekki í lagi eða með hausinn svo langt uppi í rassinum á sér að það á aldrei eftir að sjá til sólu.
Í þessum hópi eru:
-allir sem kjósa Sjáfstæðisflokkinn, Framsókn og Frjálslynda
-konan sem hringdi inn á Útvarp Sögu í dag og sagði að nauðganir væru afleiðing fáfræði, menn sem nauðga vita bara ekki af "kynertingarsvæði" konunnar
-þeir sem segjast vera jafréttissinnar en ekki feministar
-einhver sem skrifaði á Barnaland að barnið hefði "verið viðhorfslaust af kvölum"
-Leppalúði
-fólk sem les ekki bloggið mitt
-þeir sem eru með svo minimalískt heima hjá sér að þeir verða að fara í geymsluna í kjallaranum ef þeir þurfa að nota ausu
-aðdáendur Bush
-fólk sem heldur að beikonbúðingur sé hollur kvöldverður
-liðið sem stendur með klámliðinu gegn konum og börnum
-ökuniðingar
-tannálfurinn
-og fleiri og fleiri
Tek það fram að ég er algerlega laus við hlutdrægni í þessum málum, þetta er einfaldlega kalt mat.
Einhver óljós vísir að hugsun er að brjótast um í kollinum á mér meðan ég er að skrifa þetta, eitthvað um að þegar fíflunum fjölgar í kringum þig.....
Athugasemdir
Jamm. Og af hverju geta jafnréttissinnar ekki verið alvöru nema vera feministar?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 00:09
Vegna þess að ef þú ert jafnréttissinni þá hlýtur þú að vera líka með jafrétti kynjanna, eða hvað? Og ef þú ert með jafnrétti kynjanna þá ertu feministi. Kapíss?
Ja, nema þú sért jafnréttissinni með þeirri undantekningu þó að vera á móti jafnrétti kynjanna.
Stattu nú í fæturna í þessum málum, ef ekki fyrir þig sjálfa þá dætur þínar og ömmustelpuna.
Ibba Sig., 21.2.2007 kl. 00:17
Ehhh....segi það og skrifa jafnréttissinni alla leið og vil ekki vera feministi?
Er ekki aðgreiningaráráttan að setjast fyrir ykkur....Eins og mister Bush "ef þú ert ekki með þá ertu á móti". Common. Það er fleira til en svart og hvítt. Ef þú horfir á mínar stelpur þá eru þær hvergi undirlægjur og standa sig fínt og algerlega á sínum eigin forsendum. Stend algerlega í fæturnar með það. Þó ég hafi ekki merkimiðann feministi.
Allt þetta "ista" tal er ekki að skila sér.Neita að vera isti.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 00:26
Flott myndin af þér...
María J. (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 00:57
Ég er einfaldlega að mótmæla þeim rökum að ef ég sé með jafnrétti þá sé ég auðvitað um leið og sjálfkrafa orðinn feministi! Eða "jafnréttisinni" Eru ekki til alls konar stefnur og straumar innan feminismans? Já ég er með því mannlega en veit ekki hvort ég myndi vilja flokka mig sem húmanista. Þar er líka um að ræða mismunandi áherslur og leiðir sem þeir vilja fara. Það sem ég er að reyna að segja hér að kannski skiptir hugarfarið og hvernig við bregðumst við öllum þessum hlutum í daglega lífinu og hverju við gefum farveg meira máli en merkimiði. Og skil alveg að það þurfi líka að koma til aðgerðir til að breytingar megi nást en er enn að velta fyrir mér hvernig aðgerðir skila mestum árangrinum. Og ég held ekkert að jafnréttið "sé bara allt að koma"....hvaða rosalega árátta er þetta að flokka og formerkja allt og alla og halda svo að bara þannig sé þetta?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 10:59
Beta, ég skal setja frjálshyggjuliðið með á næsta lista.
Katrín, sagðir þú ekki og skrifaðir í innleggi hér fyrir ofan að þú værir "jafnréttissinni alla leið"?
María, já þetta er rosa fín mynd af mér, enda tekin þegar ég var enn með stæltar rasskinnar.
Ibba Sig., 21.2.2007 kl. 19:03
Jú darlingið mitt. Maður notar bara orð til að reyna að lýsa einhverju og gerir sér ekki alltaf grein fyrir að sama orðið á sér margar myndir í hugum mismunandi fólks. Það er nú eitt sem ég þarf að taka til athugunar á nýstofnaðri athugunarstöð minni. Hversu mismunandi merkingar fólk leggur í sömu hugtökin eða orðin.
Þessi mynd er agaleg..Jakk!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 20:30
Ég er svo hjartanlega sammála upptalningunni þinni, en verð að játa mig fákunnuga þegar kemur að beikonbúðingi. Hvernig hef ég komist í gegnum lífið án þess að vita hvað það fyrirbæri er??? Ibba hvað er beikonbúðingur? Þetta er í annað sinn sem ég heyri minnst á þennan rétt á einni viku. Fill me in please
jenfo (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:17
"I´m surrounded by idiots?" Ef þú vissir hvað ég hugsa það oft...hehehehe!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.2.2007 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.