21.2.2007 | 19:35
Kanar vígbúast, aftur
Heyrði í Speglinum á Rúv áðan að Bandaríkjamenn eru farnir að ógna Íran, eru m.a. komnir með tvö flugmóðurskip á svæðið. Líkur á innrás eru því að aukast.
Nú þurfa ráðamenn þjóðarinnar að drífa sig að ydda blýantana sína svo þeir verði tilbúnir til að skrifa undir nýjan og endurbættan lista hinna viljugu þjóða.
Ekkert vera að kommenta á þessa færslu, ykkur kemur þetta mál ekkert við. Stjórnvöld taka svona ákvarðanir upp á sitt einsdæmi og við eigum ekkert upp á dekk ef við erum ekki sammála.
Athugasemdir
ætla þeir ekkert að vaxa uppúr þessum löggu og bófaleik þessir vitleysingar?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.2.2007 kl. 19:41
Nei hví skyldi almenningur vera að velta sér upp úr því hvort hann sé viljugur eða ekki? Við höfum þessa líka ábyrgu stjórnmálamenn til að koma okkur í stríð án allrar aðstoðar frá þingi og þjóð. Við getum ekki setið heima og lesið þegar Kanar eru að bjarga heiminum fyrir okkur!!! Djísess
Jenfo (IP-tala skráð) 22.2.2007 kl. 01:14
Þetta er alveg ægilegt hvernig þetta er að þróast þarna. Mesta stríðshættan í heiminum í dag situr á Pennsylvania Avenue í Washington. Það versta er samt að þetta manngerpi sem hvílir þjóhnappana í stólum er algerlega viljalaust verkfæri hagsmunahópa að baki honum, þeir skipa, hann hlýðir.
Ingi Geir Hreinsson, 22.2.2007 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.