Brjálæðsilega fyndið.....eða ekki?

Í gær las ég einhverja bloggfærslu þar sem talað var um að Mogginn væri kominn í kosningaham, farinn að beita sér grimmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Vísað var til þess að á forsíðu var frétt um að einhverjir sjálfstæðismenn hefðu verið sammála þingmanni Samfylkingar um að eignarnám við neðri hluta Þjórsár kæmi ekki til greina...bla bla bla.

Fréttin sem slík skiptir ekki öllu  máli en mjög augljóst er að Mogginn rembist nú eins og rjúpan við staurinn við að sannfæra landsmenn um að Sjálfstæðisflokkurinn sé nú grænn flokkur.

Þegar ég fékk Moggann í morgun skellti ég uppúr því á forsíðunni er frétt um að "Sjálfstæðismenn beina athyglinni að umhverfismálum".idiot

Eftir að ég hafði hlegið dágóða stund fattaði ég allt í einu að þetta er ekkert fyndið. Aðallega vegna þess að þessi einfaldi áróður virkar, a.m.k. á fávita. Um helmingur þjóðarinnar lætur plata sig svona, aftur og aftur. 

Þetta er eins og með skóflustungurnar af hjúkrunarheimilum sem Ásta Ragnheiður bendir á á heimasíðu sinni fyrir 10 dögum:

Það líður varla sá dagur að ráðherrar í ríkisstjórninni blási ekki til blaðamannafundar til að kynna hvað þeir ætla að gera á næsta kjörtímabili, - skrifa undir loforð út og suður og kynna plögg eins og samgönguáætunina feitu og fínu glaðbeittir og sælir á svip, líkt og þeir séu alveg búnir að gleyma því að svona loforð voru skorin ótæpilega niður eftir að þeir komust í ráðherrastólana aftur, - síðast og líka þarsíðast. Þetta er eins og skrípaleikur. Eru menn virkilega búnir að gleyma því hvernig fór með loforðin og samgönguáætlanirnar eftir kosningarnar 1995, 1999 og 2003? Ég man það.

Í dag var tekin skskóflustungaóflustunga að 110 rúma hjúkrunarheimili í Reykjavík, heimili sem búið var að lofa nokkrum sinnum, - fyrir Alþingiskosningarnar 2003, síðan á miðju kjörtímabili, - með undirritunum, - brosandi með fulltrúum eldri borgara og blaðamannafundum.

 

Hjúkrunarheimilið átti að vera komið í gagnið í byrjun þessa árs, en nú þremur mánuðum fyrir kosningar var fyrst tekin upp skófla og henni stungið í freðna jörð. Ég heyrði ekki eina gagnrýna spurningu frá einum einasta fjölmiðlamanni í fréttum af þessari afar síðbúnu skóflustungu. Finnst mönnum í lagi að koma svona fram við aldraða þegar mörg hundruð manns bíða við óviðunandi aðstæður eftir hjúkrunarvist?

Kjánalegt að láta plata sig svona, ekki satt?

Rétt að taka það fram að ég stal þessari mynd af Mbl.is en hana tók hinn frábæri ljósmyndari RAX. Í fréttinni sjálfri stóð að hjúkrunarheimilið ætti að vera tilbúið árið 2009.  

Og aumingja Mogginn, skilur ekki upp né niður í að hann er á hraðleið á hausinn því enginn vill borgar fyrir að lesa sögufalsanir hans og áróður. Ég held hann væri farinn yfirum ef ekki væri fyrir minningagreinarnar sem allir vilja lesa. Þó ekki sé minna um hagræðingar á sannleikanum í þeim en öðru efni blaðsins. 

Og Freysteinn Jóhannsson  blaðamaður, sem lét hafa sig út í að skrifa þessa ekki frétt sem er á forsíðunni í dag, hann ætti að skammast sín. Og svo er fólk að saka blaðamenn Fréttablaðsins um að ganga erinda eigenda sinna? 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ömurlegir stjórnmálamenn, -murlega léleg fréttamennska og agalegt að þjóðin sé eins sofandi og raun ber vitni..kjósandi þetta glataða síljúgandi lið yfir sig aftur og aftur og aftur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.2.2007 kl. 16:46

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Já, sumir ættu að líta sér nær, þegar þeir hamast gegn "Baugsmiðlunum" og álíka. Mogginn breytist náttúrulega í flokksblað alltaf þegar kosningar nálgast. Enda dettur mér ekki í hug að kaupa hann!

Svala Jónsdóttir, 24.2.2007 kl. 19:44

3 identicon

sjallar eru ávallt nei

Butcer (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband