25.2.2007 | 09:45
Sunnudagsmorgun.....
Djöfull eru Íslendingar snjallir, akkúrat núna er einhver gæi í útvarpinu að leggja að jöfnu klámráðstefnu og gay pride gönguna.
En það var svo sem ekki það sem ég vildi skrifa um. Var svona að velta því fyrir mér hvað fólk gerir á sunnudagsmorgnum og bara sunnudögum.
Hjá mér liggur fyrir að það þarf að þrífa húsið, þvo þvott og fleira leiðinlegt. Þrifin eru eilífðarverkefni og verða oft útundan hjá mér. Ég vil miklu frekar gera eitthvað allt annað.
Ég á líka von á skemmtilegum hlutum í dag. T.d. koma amma mín og afi alltaf í heimsókn um klukkan 11, annað hvort á laugardögum eða sunnudögum. Og þar sem þau komu ekki í gær býst ég við þeim núna. Þá hita ég brauð, helli upp á gott kaffi og ber fram osta og eitthvað sætt. Og svo er spjallað um allt milli himins og jarðar, jafnvel rifist þar sem við nöfnur, amma og ég, erum mjög ósammála um margt. En víst er að við munum hlægja mikið líka því enginn fær eins heiftarleg hlátursköst og 84 ára gömul amma mín. Og afi er reddari mikill, til hans leitar maður þegar þörfin á gylltum útskornum myndaramma eða frystikistu gerir vart við sig og honum finnst fátt betra en að dunda sér við að laga til í köldu geymslunni minni undir stiganum. Og ekki banna ég honum það!
Er það ekki lúxus að vera miðaldra og eiga hrikalega hressa ömmu og afa? Og hafa sunnudagsmorgna til að skemmta sér með þeim?
Restin af deginum verður svo notuð í búðarráp, heimsóknir eða annað tilfallandi. Kannski þríf ég gróðurhúsið mitt eða fiskabúrið. Ræt!
Athugasemdir
Ég er að þrífa bakaraofninn. Vona að þú og eldhressir forfeður þínir getið skemmt ykkur yfir þeirri ímynd á sunnudegi...Mæli með heimsókn, eldhússpjalli og rauðvínsdreitli í kvöld með kvenlegu innsæi og Betu. Getur ekk klikkað!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.2.2007 kl. 15:09
Jú.. þú ert sko heppin! Ég hef ekki átt ömmu né afa í óratíma
Heiða B. Heiðars, 25.2.2007 kl. 23:46
Ibba kæra Ibba, jafnvel þegar þú heldur einræðu þá ertu jafn drepleiðinleg og þegar þú ert að gera þig að fífli á málefnunum. En láttu ekki hugfallast, þú átt ömmu og afa sem nenna að umgangast þig, jafnvel þótt þú sért hálfviti með hor, það er meira en maður átti von á.
Vinur (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 02:26
Ibba mín....þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af því að eignast óvini ef "vinur" þinn er svona flottur..ha?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 15:09
Sæl, þú ert sannarlega heppinn, ég þekkti aldrei ömmur mínar og afar látnir fyrir rúmum 20 árum. Það er kannski þess vegna sem ég hef, að þínu mati, svona einkennilegar skoðanir, vantaði mildilega tilsögn ömmunnar í uppvextinum.
Síðan vildi ég bara segja að mér ofbauð þetta sem "Vinur" var að skrifa. Ekki taka augnabliks mark á þessu, það eru lágreist lítilmenni sem skrifa svona án þess að þora að setja nafnið sitt við ósómann.
Ingi Geir Hreinsson, 26.2.2007 kl. 15:31
Iss hvað þessir vesalings nafnlausu bréfritarar eiga bágt. Reyna að hella úr subbuskap sálarinnar yfir venjulegt fólk í skjóli nafnleyndar.
Amman og afinn eru krútt! Þú átt gott að eiga þau á lífi.
Hvenær á að bjóða í stelpupartý.... stelpupartý?
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.