26.2.2007 | 19:13
Internetlögga Steingríms
Í gær horfði ég á Steingrím Joð í Silfri Egils. Mér fannst spjallið hans eins og ljúfasta tónlist þar til allt í einu ..... Ég trúi ekki að maðurinn hafi sagt orðið netlögga!
Jafnvel þó klámið sé ljótt og gott væri að losna við það þá held ég að við verðum að fara aðrar leiðir ti lað útrýma því. Ráðast að rótum þess, hlúa að mannréttindum, berjast gegn ofbeldi og mansali og allt hitt sem gerir að verkum að hægt er að neyða fólk til að taka þátt. Og svo væri líka gaman ef við gætum alið upp framtíðarkynslóð sem væri svo falleg og góð og skildi svo vel að klám er sóðalegt og á ekkert skylt við venjulegt, fallegt kynlíf.
En ekki netlöggu, plís.
Verð líka að minnast á Atla Gíslasön sem lét ljos sitt skína í Silfrinu í gær. Hann er ææææðiiiiiiiiiii! Finnst reyndar grunsamlegt hvað karlmennirnir í Vinstri grænum höfða til mín. En ég ætla samt ekki að kjósa þá. Orð eins og netlögga, svart/ hvítt sjónvarp, orðabækur og holtasóley koma í veg fyrir það.
Athugasemdir
Þeir eru pólitískt sexý margir karlar hjá vi.grænum. Hmmm... skil þetta með holtasóleyjna án þess að ég láti það koma í veg fyrir að ég kjósi þá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 19:34
Hva...af hverju eru allir svona hræddir við netlögguna? Það er nær að hafa áhyggjur af hugsanalögreglunni sem plantar þeim viðhorfum í hausinn á venjulegu fólki í genum fjölmiðlana að Það sé í lagi að kjósa fólk sem lýgur og lofar öllu upp í yfirfullar ermarnar á sér. scarí hversu vel sú lögga virkar. Svo getur hún þurrkað út allar minningar sem gætu þvælst fyrir þeim sem vilja halda völdunum.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.