Ibba + Bingi

Ég er eitthvað svag fyrir Birni Inga með sólbrúna andlitið og hvíttuðu tennurnar.

bingi

 

 

 

 

Allavega verður bloggið hans mér tilefni til bloggs. Í dag var hann með pistil um "vinstri galna" eins og hann skrifaði það og sagði m.a. þetta:

"En ég gat ekki betur heyrt en formanni flokksins væri full alvara með því og einnig ýmsum öðrum hugmyndum sem eru líklegar til að kollvarpa íslensku efnahagskerfi á undraskömmum tíma."

Hefði viljað fá útskýringar Binga á því hvernig tillögurnar myndu kollvarpa efnahagskerfinu. Væri agalegt ef skattbyrðin færðist pínu frá þeim sem minnst hafa yfir á þá sem  mest hafa. Myndi allt fara á hvolf ef fólk sem hefur bara fjármagnstekjur yrði að gefa upp á sig ákveðin laun svo það borgaði t.d. útsvar og nefskatta sem við hin þurfum að greiða?  Er ferlegt ef fjölskyldutekjur fara yfir 1200 þúsund kall að þá aukist skattbyrðin smá?

Ég held að eina kollsteypan verði þegar Binga og vinum hans verður hent úr úr fínu veislunum þegar þeir eru hættir að vera auðmönnum landsins til gagns. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hann er nú sjarmerandi með´etta fallega bros drengurinn. Get alveg fyrirgefið fólki þó það viti bara eitt í sinn haus og það sé að vera vel burstað til tannanna.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.2.2007 kl. 20:36

2 Smámynd: Ibba Sig.

Dúa  Dásamlega, gott að sjá að þú ert með svona eitt RÍKIS komment sem dugar fyrir allt. 

Og ég er viss um að hann kann að smíða, hann getur allavega dregið út nagla með þessum tönnum. 

Ibba Sig., 27.2.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband