28.2.2007 | 22:39
Lost alveg lost
Hér er færsla um hversu agalega kjánalegir Lost þættirnir eru orðnir. Síðasti þáttur var algert rugl, svört þoka drap Eko, bróðir hans var horfinn úr flugvélinni og birtist honum svo í skóginum og bla, bla, bla. Og hvað svo? Ekkert? Hafði þetta tvist engan annan tilgang en að gefa tilefni til að klippa yfir á sjokkerað (en þó myndrænt) andlit Ekos?
Ætli það séu ekki um milljón ófrágengnir endar í þessum þáttum það sem af er. Og endalaust bætist við fólk á eyjuna, sá feiti grennist ekki um gramm þrátt fyrir að hafa verið strandaður á eyðieyju mánuðum saman, konurnar alltaf vel til hafðar og í nýjum tískufötum, barnið er jafn stórt og þegar það fæddist og fleira slkt. Auðvitað gerði ég mér grein fyrir því á fysta þætti að þessir þættir væru ekki með báða fætur á jörðinni en fyrr má nú vera.
Aðrir þættir sem lofuðu góðu þegar þeir byrjuðu en fóru svo út í rugl eru Ally McBeal og Boston Legal. Ally varð bara mjórri og mjórri og James Spader verður feitari og feitari.
Hvers eiga sófakartöflur að gjalda þegar besta efnið í sjónvarpinu eru heimildarþættir á Rúv?
Verð þó að viðurkenna að ég og dr. House eigum alveg samleið. Eymingja Ibbi er alveg bewildered yfir því hve konur, þar á meðal ég, eru hrifnar af House the sexy beast. Það kollvarpar öllum hugmyndum hans um hvað konum finnst í alvöru sexý, hann heldur enn að það séu ungir, massaðir "folar". Boy, is he wrong!
Athugasemdir
Ég er alveg sammála þér, samt horfir maður öðru hvoru í von um að það fari eitthvað að greiðast úr flækjunni. Fyrsta serían lofaði góðu, en nú er eins og þetta sé komið í rugl til að halda lífinu í sjálfu sér. Ég ákvað að gefast upp á þessu þegar einhver kom með þá hugmynd að í lokin kæmi örugglega í ljós að þetta væri allt draumur Jacks á meðan hann dottaði í flugvélinni. Kannski er bara best að trúa því og slökkva á imbakassanum og gera eitthvað uppbyggilegt eins og að lesa ...eða blogga?!
Fararstjórinn, 28.2.2007 kl. 22:51
Gæti verið sammála þér með Hugh kallinn þegar hann er Dr. House. En mæ ó mæ hvað hann algjörlega afsexýast í kvikmyndunum um Stuart litla.
Og það er laaangt síðan að ég gafst uppá Lost, ég er OF klár til að nenna að horfa á svona bull.
Drífa Sæta.
Drífa (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 09:19
Hef ekki séð lost en er svag fyrir Dexter eins og Beta. Það eru sko mergjaðir þættir með sýkópata í aðalhlutverki
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 16:17
Ég byrjaði að horfa á fyrsta þáttinn af Dexter en hætti fljótlega, hann var allt of skuggalegur fyrir mig.
Ibba Sig., 1.3.2007 kl. 19:25
Eftir því sem ég kemst næst Ibbs þá er bara búið að sýna einn. Vona að ég sé ekki búin að missa af þætti.
Jenný Anna Baldursdóttir, 1.3.2007 kl. 19:52
Ég fylgist bara með Desperat en þar sem ég virðist missa af öðrum hvorum þætti er ég alveg LOST... hahaha
kókó
kókó (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 23:41
Dexter er æði, ekki gefast upp á honum
Emmý (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:21
Get ekki sagt að ég nái nokkrum tengslum við Dexter og er búin að gefast upp á Lost, en Dr. House stendur fyrir sínu. Já, og James Spader er bara orðinn feitur og kallalegur. Því miður. :(
Svala Jónsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.