Skrítið þetta blogg...

Mér liggur stundum soldið mikið á hjarta og finnst gott að koma því frá mér. Svo finnst mér líka gaman að taka þátt í umræðu dagsins.

En eftir að hafa bloggaði í nokkra daga er þetta eins og kvöð og ég er algerlega andlaus dag eftir dag. Finnst það næstum kvöl og pína að "þurfa" að blogga og þegar ég skrifa eru það leiðinleg og óáhugaverð skrif. writers block

 

 

 

 

 

 

 

Svona líður mér í dag. En ykkur? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ibba Sig.

Já, satt segirðu

Ibba Sig., 2.3.2007 kl. 13:59

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sæt og inspíreruð.  Hefur þú bara ekki svona mikið að gera?

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Nei . Mér líður ekki svoleiðis. Ég er að reyna að láta líða a.m.k 2 tíma á milli hjá mér svo það sýnist ekki eins og eg hafi ekkert annað að gera en að blogga. Ef þú vilt ég get bloggað fyrir þig líka Ibba mín..veit bara ekki hvort við værum alltaf sammála..hehe.

Eins og það tók mig langan tíma að fatta bloggið og fannst það alls ekki fyrir mig..hef ég hreinlega farið hamförum og get ekki stoppað enn sem komið er.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2007 kl. 14:44

4 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Ibba mín - við erum kröfuharðir lesendur og þó ég sé nú ekki alveg til í að mæta með baseball kylfu til að afblokka... þá er aldrei að vita nema við grípum til örþrifaráða ef það verður eitthvað mikið stopp hjá þér... Ég get t.d. alveg sent eitthvað af öllum þessum nett pirruðu gaurum sem hanga í tukthúsinu hjá mér yfir til þín! Þeir myndu alveg halda þér upptekinni með fullt af spurningum sem verða þér endanleg uppspretta innleggja...

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:32

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Bloggedí blogg. :D

Annars blogga ég stundum bara tvisvar í viku og nenni ekki að vera með neitt samviskubit út af því. Mundu að það er þú sem stjórnar blogginu en ekki bloggið þér.

Svala Jónsdóttir, 3.3.2007 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband