4.3.2007 | 14:44
Heppin!
Það eru ekki allar konur á Íslandi sem búa við þann munað að hafa heila hljómsveit við höndina þegar á þarf að halda. En ég geri það.
Bílskúrinn minn er núna heitasti samkomustaður hverfisins, þar halda hljómsveitatöffarar framtíðarinnar sig daginn út og inn. Græjur eru ekki af skornum skammti, hér á heimiliu má finna hljómborð, nokkra gítara (rafmagns og venjulega), trommusett og magnara. Eitthvað af hljóðfærum bætist svo við með hinum meðlimum hljómsveitarinnar sem reyndar eru breytilegir dag frá degi.
En ennþá vantar liðtækan söngvara. Þ.að er bara enginn 11 ára "Bono" í hverfinu.
Þessa dagana er sama lagið spilað aftur og aftur og aftur og aftur... æi þið skiljið hvað ég meina. Og stofuglugginn minn er ansi nálægt bílskúrsglugganum svo ég get notið dýrðarinnar til fullnustu.
En það eru ekki allar mömmur svo heppar að eiga sitt eigið boyband.
Heppin
Athugasemdir
Er tengdasonurinn tilvonadi komin í hljómsveit. Konuefnið er að læra á slagverk og svo hefur hún lært á saxafón. Þetta er efnilegt hjá okkur....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.3.2007 kl. 06:51
Damn Kristín, þetta er góður ráðahagur hjá okkur.
En dansar tengdadóttir mín tilvonandi? Minn er nefnilega ansi sleipur í því, he's got the moves
Ibba Sig., 6.3.2007 kl. 09:29
Nei hún hefur ekki sýnt neina sérstaka danstakta - allavega ekki enn. En hún talaði um að fara í jazzballett en okkur fannst nóg komið því auk tónlistarinnar er hún bæði í karate og handbolta.....Ansi efnileg stúlkan sú og bráðfalleg að auki
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 7.3.2007 kl. 09:21
Auðvitað er hún vænn kvenkostur, bjóst ekki við öðru. Hún er undan góðu kyni og svo veit ég alveg hvað ég syng þegar ég vel mér tengdadóttur.
Ibba Sig., 13.3.2007 kl. 18:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.