5.3.2007 | 20:47
Ég hringdi í útvarpið áðan....
Ég er kannski ekki alveg Jón Valur eða Sigrún talskona fátækra en ég lét mig hafa það áðan að hringja í útvarpið. Það var nefnilega svo frábær keppni í gangi að ég bara stóðst ekki mátið/másið.
Hlustendur þessarar útvarpsstöðvar voru beðnir um að hringja inn og stynja kynferðislega. Þeir sem gerðu það best fóru í pott, man ekki hver vinningurinn var, en besti stynjarinn fékk það í verðlaun að fá að mæta í stúdíó með einhverri hljómsveit og stynja inn á nýja lagið hennar! Það er skemmst frá því að segja að ég verð ekki með á plötu í bráð.
Þessi stunukeppni var líka í tengslum við einhvern skemmtistað, getur verið að hann heiti Twist?, sem vildi minna fólkið á klámkvöldið sem í bígerð er að halda. Þar verður boðið upp á konur í búrum, vel smurða karlmenn, ókeypis smokka og sleipiefni og punkturinn yfir i-ið var svo blá mynd í tækinu.
Hvað segiði, ætla ekki allir að mæta?
Athugasemdir
LOL er byrjuð að taka mig til, gedurru lánað mér masskarra? Af hverju vannstu ekki Ibba mín? Ekki nógu góð í stununum?
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2007 kl. 21:16
Lágkúruleg lágkúra? Gengur það sem setning?
Heiða B. Heiðars, 6.3.2007 kl. 00:03
Fólk er fávitar. :P
Var þetta í alvöru? Hvaða útvarpsstöð var þetta?
Svala Jónsdóttir, 6.3.2007 kl. 01:23
Nei, því miður Beta þá var þetta ekki djók, nema hvað ég hringdi ekki inn enda hef ég lengi haft það orð á mér að vera frekar slöpp í stununum.
Ég hef hins vegar ekki hugmynd um hvaða útvarpsstöð þetta var, var hátt á fm skalanum, vel yfir hundrað. En ég skipti mjög fljott yfir á eitthvað annað.
Ibba Sig., 6.3.2007 kl. 09:26
Hurru mín kæra; ég veit að þú ert bissí en þar sem þú ert svo mega skemmtilegur penni (eru pennar skemmtilegir?) þá legg ég inn gott orð fyrir færslu. Bíð fallega eins og mín er von og vísa
Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 13:35
ROFL!!!! (Eins og sagt er á góðri ísl-ensku)
Hugarfluga, 6.3.2007 kl. 19:53
Til hamingju með daginn Ibbs
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.