Flabbergasted!

Mig minnir að þetta orð þýði eitthvað í líkingu við "ótrúlega hissa".

En þannig varð mér við þegar ég sá hið nýja skipurit RÚV ohf. Reyndar er verið að fækka stjórnendum, sem er af hinu góða en hverjum datt í hug að það væri góð hugmynd að setja Þórhall Gunnarsson yfir alla íslenska dagskrá??

þórhallur2

Maðurinn er jú bara leikari sem þótt hefur snoppurfríður. Reyndar vil ég ekki taka af honum að hann hefur stjórnað Kastljósinu af nokkurri röggsemi en það er djobb sem gert er með annarri hendi í dag. Þátturinn er orðinn svo fastur í forminu að hið hálfa væri nóg. Því þarf staffið bara að fylla ákveðin slott, einar til tvennar umræður um hitamál dagsins, smá human interest innslag, helst listir og svo tónlistaratriði í lokin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband