16.3.2007 | 19:37
Að láta plata sig
Ég heyrði í fréttum í morgun að ný könnun á pólitísku landslagi dagsins sýndi að 30% kvenna vildi sjá stjórn VG og Samfylkingar. Flestir karlar, eða 25% vilja hins vegar sjá D og B saman í einni sæng.
Mér finnast þessar niðurstöður sýna á mjög áþreifanlegan hátt að kynin eru með afskaplega ólíka sýn á því hvaða málefni eiga vera fremst í forgangsröðinni. Og í leiðinni varpa þær ljósi á hversu gífurlega mikilvægt er að jafna kynjahlutföll þeirra sem eru við stjórnvölinn, bæði hjá opinberum batteríum sem og fyrirtækjum. Það er bara kjánalegt ef áherslur annars kynsins eru ráðandi ár eftir ár eftir ár eftir ár.
Og hvaða idíótar eru enn að spá í að veita stjórnarflokkunum atkvæði sitt? Ég meina, sjallar með 40%! Ekkert skrítið að Nígeríusvindlarar skuli herja svona á landann, þeir eru greinilega búnir að fatta að hér býr liðið sem lætur plata sig.
Athugasemdir
Ha hahahaha..já hvort það býr ekki hér liðið sem lætur plata sig...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 20:18
Ég er greinilega ekki verulega mikið karlmenni því að ég er SVO ÓSAMMÁLA flestum kynbræðrum mínum að það er ekki fyndið. Sko, ibbasig, ég er kannski ekki femínisti en sannarlega algerlega sannfærður jafnréttissinni. Júhú, ég er sko verulegt karlmenni vegna þess að ég lít ekki svo á að ég þurfi að kúga aðra til að halda minni stöðu. Því hvað er mismunun kynjanna annað en kúgun? Það er kannski ekki fallegt að segja svona en ég er mikið fyrir að kalla hlutina sínum réttu nöfnum.
Ingi Geir Hreinsson, 17.3.2007 kl. 10:59
Er þessi mynd sem fylgir blogginu tekin á héraðsmóti Framsóknarmanna í Skagafirði, eða ??? Finnst það sennilegt því að hvergi finnast víst fleiri Framsóknarsauðir en þar, enda er víst sveitarfélagið Skagafjörður á hausnum.
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 11:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.