Útúrsnúningur ársins?

Ég rak augun í þessa færslu Einar K. Guðfinnsonar á blogginu hans. Hvílíkur útúrsnúningur. Hvergi í þessari löngu færslu nefnir hann þá staðreynd að samkvæmt þessari könnun vilja langflestir sjá VG og Samfylkinguna í næstu stjórn. En þeir flokkar eru víst ekki í stjórnarandstöðu nema þegar frjálslyndir eru með í dæminu, eða hvað? 

Er þetta ekki lýsandi dæmi um hversu litla trú þetta fólk hefur á almenningi? Ætli það sé vegna þess að svona lygaþvæla gengur í fólkið í þeirra flokki? 


"2,2% vilja stjórnarandstöðuna við ríkisstjórnarborðið

StjórnarandstaðanKalt vatn hefur runnið á milli skinns og hörunds stjórnarandstöðunnar í morgun þegar hún leit í Moggann sinn. Þar er birt skoðanakönnun Capacent Gallup þar sem spurt var hvaða flokkar ættu helst að mynda ríkisstjórn. Stjórnarandstaðan fékk þar slíka falleinkunn að ótrúlegt verður að teljast. Þegar spurt var um óskaríkisstjórn nefndu 2,2% samstjórn núverandi stjórnarandstöðuflokka ! 2,2 prósent. Þetta er ótrúlegt - en þó satt. Hraklegri útreið getur engin stjórnarandstaða fengið."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég velti fyrir mér, eru þessir menn í svona litlum tengslum við raunveruleikann (sem er býsna slæmt), eru þeir vísvitandi að rangtúlka niðurstöður (sem er verra), eða eru þeir bara blákalt að ljúga að okkur (auðvitað verst). Reyna að fá okkur til að kjósa sig aftur svo að hægt sé að leggja okkur til hliðar næstu fjögur árin, vanrækja og hygla vinum og kunningjum. Maður spyr sig?

Ingi Geir Hreinsson, 17.3.2007 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband