Senn kemur vor...

Mig langar svo að vorið sé komið. Ég á hrikalega krúttilegan, skjólgóðan garð sem er algert æði á sumrin. Svo er í honum gróðurhús þar sem ég rækta brómber, vínber, epli, perur, tómata, gúrkur, paprikur og einstaka melónu, svo ég tali nú ekki um sumarblómin. 

hús Nú er garðurinn allur undir blautum snjó og svo langt þangað til ég get opnað hérna út á veröndina og grillað í góðu veðri.

Ég hafði alltaf hugsað mér að ef ég ætlaði að selja þetta hús myndi það gerast að sumarlagi. Er viss um að fá svo mikið meira fyrir það þegar fólk sér hvað það bætir miklu við að vera með vel gróinn garð.

En nú er kominn tími á að selja húsið og ekki hægt að bíða eftir sumrinu. Veit einhver um góða fasteignasölu sem hægt er að díla við um söluþóknun? Enginn séns að ég fari að greiða milljónir fyrir söluna þar sem alveg eins hús í hverfinu seldist á þremur dögum fyrir ekki svo löngu.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Hljómar unaðslega vel að vera með eigin gróðurhús! Hvar er annars húsið góða? Mæli með Eignamiðlun og Domus fasteignasölum!

Hugarfluga, 17.3.2007 kl. 17:19

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mæli með milliliðalausri sölu sem lokið verður með handsali.  Neh veit að það er ekki gerlegt í þessu nútímaþjóðfélagi okkar.  Synd með garðinn verst að þú getur ekki tekið hann með. 

Mátt láta sjá þig hjá mér bloggvinkona.

Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 17:37

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ertu að selja húsið? :o

Ég get alla vega EKKI mælt með Nethúsum. Hef ágæta reynslu af Bifröst og Hóli. Sendu mér meil eða msn!!!

Svala Jónsdóttir, 18.3.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband