19.3.2007 | 17:52
Þegar ég var lítil stelpa...
...hélt ég að ég yrði pæja í stuttu pilsi og háum stígvélum þegar ég yrði stór.
...veiddi ég dúfur.
...trúði ég því að kettirnir hans Bigga dóna gætu dregið mig inn í húsið hans.
...vissi ég að margir menn í jakkafötum á sömu myndinni þýddi stríð einhvers staðar.
...fór ég út á nóttunni til að vera fyrst út á róló.
...langaði mig að eiga stóran skáp fullan af tyggjói því ég vissi að í því væri lífshamingjan fólgin.
...reykti ég njóla í háu grasi rétt við heimili mitt.
...var ég skotin í strák sem hét Ási en hann var skotinn í Söndru. Mér fannst hann langflottastur þegar hann stal vanilludropum í búðinni og drakk þá.
...drap ég ormana, köngulærnar og hinar pöddurnar sem systir mín og vinkona hennar höfðu safnað í stóra makkintossdollu.
Ég þakka guði fyrir að börn hafa ekki kosningarétt. Ég hefði eflaust kosið Framsókn!
Athugasemdir
Æ, ég hef nú látið stuttu pilsin eiga sig í soldinn tíma. En ég er svakalega sæt!
Ibba Sig., 19.3.2007 kl. 17:59
Og alltaf kjaftstopp með munninn fullan af þessu tyggjói sem flæðir út úr húsinu þínu. Minnir á titilinn..Haltu kjafti og vertu sæt....elskaðu Ása og kjóstu Framsókn. Thats happiness..
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 18:15
OMG en krúttlegt! Minnir mig á jólagjöfina í ár; Níðvísur um Framsóknarflokkinn. Það var einmitt barnið hún systir mín sem gaf mér bókina góðu. Æskan veit, Ibba!
Klara Nótt Egilson, 19.3.2007 kl. 18:43
Framsókn! jú have got tú bí kidding!
Það hefði ég nú aldrei gert.
Svala Jónsdóttir, 19.3.2007 kl. 19:39
Ibba. Mér er spurn, hvað í ósköpunum gerðu framsóknarmenn þér? Ég verð seint talin framsóknarmanneskja (svo það sé á hreinu) en þetta er orðið ofsóknarkennt hjá þér!
Lufsa, 22.3.2007 kl. 10:11
Lufsa, ég hef greinst með framsóknaráráttuþráhyggjuröskun. Svo er nú það.
Annars hafa framsóknarmenn ekki gert mér neitt meira en öllum öðrum landsmönnum (fyrir utan reyndar vini sína). Viltu að ég telji það upp?
Og svo er ég bara hip og kúl manneskja og það er mjög í tísku þessa dagana að berja á Framsókn.
Ibba Sig., 22.3.2007 kl. 11:48
Já, ég skil. Þú ert að þessu bara af því allir aðrir gera það! Rosalega töff Ég hélt maður ætti að vera góður við minni máttar og leyfa þeim að leika með en ekki sparka í þá liggjandi!
Lufsa, 22.3.2007 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.