19.3.2007 | 19:48
Hverjir eru bestir??
Vá, hvað það var mikið af flottu fólki í sjónvarpinu sl. klukkustund.
Fyrst brilleraði Ingibjörg Sólrún í Íslandi í dag. Komin í sitt gamla form með framtíðarsýnina á hreinu.
Atli Gíslason lögfræðingur og mannvinur var næstur og spurði Bjarna Ben hvernig hann ætlaði að tækla vændiskonur sem koma hingað til lands til að vinna fyrir peningum í vasa pimpa í útlöndum. Atli slær alltaf í gegn hjá mér.
Í Kastljósinu núna er Kristín Pétursdóttir, ein klárasta kona landsins og sú sem hvað hæst hefur komist innan fjármálageirans auk þess að vera liðtækur golfari. Hún talar þarna á móti stækkun álvers og stendur sig með sóma.
Gaman að vera í liði með svona fólki.
Athugasemdir
Sammála, fékk næstum heilahristing völdum samþykkis á heimleið frá Kringlu í kvöld. Atli tók þetta með trompi. Góður drengurinn. Tók gríðarlega framsætishnykki, sveitt af æsingi við ljósin á Snorrabraut. Fór heim til móður minnar og dásamaði fyrrgreint sjónarmið í nokkra stundarfjórðunga í framhaldinu. Óþarft er að taka fram að enginn annar komst að. Allt vegna samþykkis á orðum Atla. Loksins að fólk talar um þetta mál.
Klara Nótt Egilson, 19.3.2007 kl. 22:44
Okkar fólk er svo sannarlega að slá í gegn. Við geta glaðst mikið híhí
Jenný Anna Baldursdóttir, 19.3.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.