20.3.2007 | 21:13
Ætlar bloggheimur ekkert að tjá sig?
Hvað er málið með Kristinn Björnsson? Fannst fólki hann almennt smartur í Kastljósinu í kvöld?
"Það eru bara 1-5 atriði sem við þurfum að ræða betur" sagði siðblindinginn um þau afbrot sem hann framdi ásamt öðrum og kostuðu almenning á Íslandi marga milljarða.
Athugasemdir
úff... mér er eiginlega bara óglatt eftir að horfa á kastljósið!
Heiða B. Heiðars, 20.3.2007 kl. 21:21
Skuggalegt að horfa á manninn eins og reigðan hana þar sem hann náðarsamlegast viðurkenndi að hafa runnið til á svellinu. Orðið sekur tók hann sér ekki í munn. Þetta er elítan, ekki mjög eftirsóknarverður félagsskapur þar greinilega. Sammála Betu þetta gerir þessa kalla bráðnauðsynlega ef lýsa á hugarástandi konu eftir að hafa horft á þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 21:45
Ég skipti um ráð. Nuff said.
Svala Jónsdóttir, 21.3.2007 kl. 16:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.