Helgi Seljan flottur

Er að horfa á Kastljós þar sem Heiðrún Lind, sem trúir að það sé ekki kynbundinn launamunur, og Oddný Sturludóttir, sem trúir að kynbundinn launamunur sé til staðar, ræða málin. 

helgiHelgi Seljan er að stjórna umræðum og  stendur sig bara skrambi vel. Er ekkert að leyfa frjálshyggjukellunni að bulla þarna út í eitt. Ég heyri ekki betur en að hún sé að dissa allar kannanir þar sem kynbundinn launamunur kemur fram, aðallega af því að hún heldur eitthvað annað. 

Og svo leyfir hún sér að ræða launaleynd á vanþekkingu og útúrsnúningi einum saman. 

Svakalega væri gott ef fólk hefði grunnþekkingu á þeim málefnum sem það fer í Kastljós til að ræða.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband