21.3.2007 | 20:08
Góðar hugmyndir óskast!
Í næstu viku er svokölluð vinavika í vinnunni hjá mér, en á meðan hún stendur yfir keppast vinnufélagarnir að vera góðir við sinn leynivin, ja eða hrekkja hann illilega. Sem er kannski ekki í frásögur færandi nema hvað ég vinn með nokkrum skæðum hrekkjalómum og ég býst við stórir vel úthugsaðir hrekkir líti dagsins ljós.
Stundum hafa hrekkirnir reyndar gengið aðeins of langt og eftirmál hafa orðið. Finnst ykkur ekki týpískt að einn "hræðilegasti" hrekkurinn, og sá sem lifir lengst í minningu starfsfólksins, fólst í því að einhver var skráður í Framsóknarflokkinn. Sá hrekkur hefur bara aukið verðgildi sitt ef eitthvað er. Ég meina, hver vill vera í Framsókn?
En þetta var allt fyrir minn tíma á þessum vinnustað og mér sýnist sem andrúmsloft hrekkja sé á undanhaldi. En ég hef fullan hug á að endurvekja þá stemningu.
Svo mig vantar góðar hugmyndir af léttum hrekkjum og auðvitað líka af fallegum vinarbrögðum. Allar hugmyndir verða teknar til greina. Líka þær heimskulegu.
Athugasemdir
Tjah stórt er spurt.
Ég hef alltaf verið soldið svag fyrir kærleikanum
Klara Nótt Egilson, 21.3.2007 kl. 20:57
Hafið þið ekki miskilið eitthvað vinavikuna?? Eiga ekki allir að vera góðir hver við anna ha?? Ég veit engan hrekk verri en að skrá einhvern í Framsókn. Ég held að ekkert toppi það. Er andlaus en mun koma að vörmu. Þe á morgun.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 21:24
Hugs...hugs...hugs...Kem aftur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 21:25
Setja hlut í eigu eins kollega ykkar í jakkavasa/veski leynivinarins og koma svo lúmskulega af stað orðrómi að þú hafir séð leynivininn vera með þennan hlut. T.d. gleraugu, varalit etc. Gaman að sjá hann kjafta sig út úr því þegar hann finnur hlutinn í fórum sínum ... hmm hmm ... eða kannski ekki. Bara hugmynd.
Hugarfluga, 21.3.2007 kl. 22:28
Besta hugmyndin
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 21.3.2007 kl. 23:38
Ekki hægt að toppa Katrína Önnu hugmynd
Heiða B. Heiðars, 22.3.2007 kl. 00:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.