22.3.2007 | 19:28
Hvað er þetta við karlmenn?
Já, hvað er það við karlmenn sem heillar okkur konur? Þessi spurning kom upp í huga minn þegar ég las bloggið hennar Jenfo, bloggvinkonu minnar.
Í bloggi sínu fjallar Jenfo um Dr. House, eða húslækninn eins og hún kallar hann svo skemmtilega, og áhrif hans á konur. En eins og fólk veit hefur fjöldi kvenna lýst yfir aðdáun sinni á þeim manni (ég veit, hann er bara feik sjónvarpskarakter), m.a. hér á þessu bloggi. Jenfó spyr hvort ástæðan geti verið sú hér sé á ferðinni annað hvort hið landsþekkta "bad boy syndrome" eða þá hið kjánalega "björgunarheilkenni".
Ég held því fram að það sé hvorugt þessara atriða sem laði konur að House og öðrum karlmönnum sem kannski bera ekki fegurðina utan á sér. Heldur er eitthvað allt annað á ferðinni.
Ég vel t.d. mína menn með vasaljósi. Sú aðferð er afar einföld og klikkar ekki og er einhvern veginn svona:
Kona ber vasaljós að hnakka karls. Ef ljós kemur út um augun þá hleypur hún í burtu eins og fætur toga.
þessi aðferð hefur reynst mér vel í gegnum tíðina og hefur oft bjargað mér úr klóm myndarlegra manna.
Það er nefnilega ótrúlega flinkur heili House sem heillar, og eins og Heiða, önnur bloggvinkona mín, sagði í athugasemdum hjá Jenfó, sjálfstraustið sem fylgir. Gott útlit er svo bara eins og kirsuber á toppinn.
Athugasemdir
Ég ligg í gólfi, þetta með vasaljósið er brilljant. Afhverju varstu ekki löngu búin að segja mér frá aðferðinni kona
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 19:52
Elísabet: Ég vona að þú farir ekki að bera kerti upp að hnakka manna! Þá gæti meira gerst en að ljós kæmi út um augun!
Hugarfluga, 22.3.2007 kl. 20:24
Má ég benda á smávægilegt atriði í þessu sambandi. Ef að ég hefði sagst velja mér konur til fylgilags með þessari aðferð, hvað hefði verið gert við mig? Þið hefðuð allar tekið mig af lífi hér á blogginu! Ég veit að þetta er skrifað í gríni, en mér finnst þetta forvitnileg jafnréttishugsun miðað við viðbrögð ibbusig við sumum af mínum skrifum.
Ingi Geir Hreinsson, 23.3.2007 kl. 10:34
Sarcastic bastard/Ingi Hreinn, þessi færsla hefur ekkert með kyn að gera að öðru leiti en því að ég er gagnkynhneigð. Og klárir menn heilla mig meira en vitlausir menn. Þessa sömu aðferð má líka nota á konur.
Ég held að femínistum yrði alveg sama þótt þú lýstir því yfir að þú kysir að eiga samskipti við greindar konur. Í alvöru!
Taka nú af sér gleraugu misskilnings og útúrsnúnings.
Ibba Sig., 23.3.2007 kl. 11:15
Sexapíllinn er að sjálfsögðu í höfðinu!
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.3.2007 kl. 11:58
...ég væri voða þakklát ef þið létuð dr. House í friði!
Hann er minn!!!!!!!!!
Hrönn Sigurðardóttir, 23.3.2007 kl. 12:10
Já hættið þið að vera með þessar ofsóknir á hendur Húsa. Hann er maðurinn í lífi Hrannar
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 12:16
House á íslenskan tvífara...
Annars finnst mér ekkert varið í House eftir þáttinn í gær... Þar sem hann keypti sér konu
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 23.3.2007 kl. 15:27
Ég get ekki sætt mig við að House sé líkt við Friðrik Schram
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.3.2007 kl. 16:16
Ég sé bara ekkert líkt með House og Friðrik Schram. Sé það reyndar að ef maður stendur 14 m frá tölvunni og pírir augun þá gæti verið smá svipur.
Og svo gæti ég trúað að innræti allt og karakter þessara manna væri gerólíkt.
Hrönn, getur þú ekki bara átt Friðrik og leyft okkur hinum að deila House?
Ibba Sig., 23.3.2007 kl. 16:57
Katrín Anna, hann gjörsamlega klúðraði karakternum þegar hann pantaði sér konu í staðinn fyrir pizzu að loknum vinnudegi og bað hana þar að auki um að tala ekki. Bölvaður verann
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 21:35
Ég elska hann enn....enda sofnaði ég yfir þættinum og missti þess vegna af umræddu atriði. Læt sem ég hafi ekki heyrt það sem þið segið hérna.
Ibba Sig., 24.3.2007 kl. 15:14
Kristín: Sorrý - en ég var að sjálfsögðu alfarið og eingöngu að vísa til útlitsins... karaktereinkenni og hvað geysar um í kollinum á þeim er örugglega alsendis ólíkt!
Ibba Sig: Sorrý líka - en... við segjum þér þetta bara aftur og aftur þangað til þú áttar þig
Katrín Anna Guðmundsdóttir, 25.3.2007 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.