Ich bin ein Berliner

Fyrir einhverjum árum bjó ég í nokkra mánuði í Þýskalandi. Eftir þá reynslu hét ég því að stíga aldrei fæti inn í þetta land. Og þar sem ég er prinsippmanneskja hef ég staðið við það.

Það var alger hörmung að búa þarna, ég var reyndar í stórborg, með börn og talaði ekki málið. Svo getur líka skipt máli að ég var nýlega komin úr námi í Bandaríkjunum þar sem bragurinn var allur annar, þjónusta góð og fólkið vingjarnlegt. 

En nú hef ég ákveðið að láta þetta prinsipp lönd og leið og skella mér til Þýskalands. 

Með því er ég búin að brjóta öll mín prinsipp nema eitt. En þau gera hvort eð er lítið annað en að þvælast fyrir manni í lífinu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já prinsippahrúgan verður með árunum ein rjúkandi rúst.  Flott mál.  Ég er enn reyndar, með Þýskaland á bannlista.  Hvað er þetta eina prinsipp sem þú átt eftir að hrauna yfir?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Ibba Sig.

Ég vil ekkert vera úttala mig um mín (mitt) prinsipp hér á opnu bloggsvæði. En get sagt þér að það hefur með föðun á myndum í albúm að gera. 

Ibba Sig., 24.3.2007 kl. 19:06

3 Smámynd: Ibba Sig.

Átti nottla að vera röðun en ekki föðun.

Ibba Sig., 24.3.2007 kl. 19:07

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

ROFL

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.3.2007 kl. 12:02

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Wann gehst du?

Og hví svarar þú ekki í símann?

Svala Jónsdóttir, 25.3.2007 kl. 22:39

6 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta með að láta prinsipp stjórna sér er eins og að vera bundin í viðjar vanans. Maður byrjar á því að gera hlutina á sama hátt og í eins röð svona til að létta manni lífið en áður en maður getur snúið sér við þá er maður bundin í hátt vanans og getur ekki gert hlutina á annan hátt. Þá snýst þetta upp í andhverfuna. Skilst þessi fílósófía hjá mér

Og með freistingar - þá eru þær til að falla fyrir

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.3.2007 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband