27.3.2007 | 19:15
Niðurstöður könnunar um álverskosningu birtar
Fréttir hafa borist af því að undanfarið hafi Alcan verið með könnun í gangi og margir beðið spenntir eftir niðurstöðunum. Þær hafa þó ekki verið birtar almenningi. Fyrr en nú.
Almenningur fékk að sjá niðurstöður könnunarinnar í fréttum nú rétt áðan. Alcan býðst nú til að greiða fyrir að leggja allar raflínur í jörð. Það þýðir að niðurstaða könnunarinnar hafi verið Alcan í óhag og nú sé verið að grípa til "desperat measures".
Það var beinlínis spaugilegt að sjá aumingja Hrannar upplýsingafulltrúa halda því fram að "málið" hefði verið í vinnslu lengi en ekki hefði náðst samkomulag fyrr en nú, nokkrum dögum fyrir kosningar. Grey strákurinn.
Athugasemdir
Það er altaf "gaman" að sjá fólk verja rangan málstað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 22:00
Æ æ, þeir hafa greinilega verið að skíttapa í þessari skoðanakönnun.
Gott. :)
Svala Jónsdóttir, 28.3.2007 kl. 21:33
Óþolandi þetta mál frá upphafi til enda!
En er ekki búið að hóta því að álversdruslan fari nema þeir fái grænt ljós á stækkun? Þannig Ibba mín, kannski ertu að kjósa það í burtu for good Cooooooool
Heiða B. Heiðars, 30.3.2007 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.