Flott spin hjá Alcan

Mér var sendur linkur á grein um útkomu álverskosninganna. Smart að sjá hvernig talskona Alcan í Montreal túlkar útkomuna. Við vorum sem sagt bara á móti því að Reykjanesbrautin yrði færð, álverið bara lenti í skotlínunni! Huh! 

 "Opposition to the expansion centered on a plan to reroute a road rather than to the smelter per se, according to an Alcan spokeswoman in Montreal. This was part of a local urbanization plan, Anik Michaud told Dow Jones Newswires."

Annað sem vakti athygli mína var þessi setning:

"Iceland is an attractive location for aluminum smelting plants because of cheap electricity from hydropower plants."

Ó, er það ekki tækniþekkingin sem er til staðar hér, minni mengun við framleiðsluna, gott viðskiptaumhverfi eða hvað það nú er sem fylgjendur stóriðjustefnunnar halda fram sem rökum fyrir álframleiðslu hér frekar en annars staðar? 

Það er þá bara ódýra orkan, þ.e. ódýr fyrir erlendu stórfyrirtækin en dýr fyrir Íslendinga. Þetta eru auðlindir okkar og land sem við látum af hendi sem og hreina loftið og ....... æi, ég þarf ekki einu sinni að halda áfram.

Annars má sjá alla greinina hér:

http://biz.yahoo.com/ap/070402/iceland_alcan.html?.v=4

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir pistil og link.  Arg.. hvað ég verð pirruð

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 16:47

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Já, spunadoktorar eru einstakur kynþáttur fólks sem nær að misskilja raunveruleikann viljandi ákveðnum sjónarmiðum til hagsbóta. Hvernig ætli þessu fólki líði þegar það opnar launaseðilinn?

Ingi Geir Hreinsson, 5.4.2007 kl. 10:47

3 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta eru ljótu álvitarnir.

Björn Heiðdal, 5.4.2007 kl. 23:11

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Maður bara trúir ekki að til sé fólk sem lýgur svona opinskátt að sjálfu sér eins og þessir spunadoktorar...hehehe. Goshhh..örugglega skítt að þurfa vera þeir!

Ég hreinlega krefst þess að Reykjavík verði færð því hún er fyrir flugvellinum..eða var það ekki annars það sem kosningin snérist um???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.4.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ojbarasta! Pakk!

Heiða B. Heiðars, 8.4.2007 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband