Bloggleti dauðans

Nú hef ég ekki bloggað síðan um páska. Ástæðurnar eru nokkrar:

 -Hef verið upptekin

-Hef ekkert að segja

-Eyði öllum viskumolunum  mínum á athugasemdakerfum annarra bloggara

-Bara nenni því ekki.

Þetta síðasta er kannski ekki alveg sannleikanum samkvæmt því mig langar að blogga til andskotans en fæ mig bara ekki í það. Þjáist af orkuleysi aldarinnar þessar vikurnar. Reyndar er ástandið orðið svo slæmt að ég er búin að panta mér tíma hjá lækni í annað skiptið á síðustu 10 árum. (Tek reyndar ekki með skylduheimsóknir til kvensjúkdómalæknis, krabbameinsskoðun og lækna sem sérhæfa sig í geðsjúklingum eins og mér, hehe). 

Stundum nenni ég ekki að standa upp frá skrifborðinu mínu í vinnunni til að fara heim, er bara of þreytt til þess.

Og þetta á tíma sem ég hefði verið svo til í að tjá mig á fullu um ýmis mál, t.d.:

-frábæra setningu landsfundar Samfylkingarinnar í gær

-allt í sambandi við þessa kosningabaráttu

-leshópinn minn sem hittist í gær og ræddi karlrembuskrif af ýmsu tagi

-að litla stelpan hennar mömmu sinnar er komin með leyfi til æfingaaksturs

-um fávitafrasann: "hún er búin að skíta upp á bak" (vá, þessi gerir mig heita)

- hvað mig langar að sjá litlu frænku mína í Englandi þegar ég fer þangaði í næsta mánuði

- ég er orðin alvöru blondína aftur eftir að hafa verið með hár í dekkra lagi í vetur

-hvað Gotti ofurköttur er sætur (þetta setti ég nú bara inn af því að hann kom akkúrat í þessu og nuddaði sér upp við mig

-þá staðreynd að það er ekkert í fataskápnum mínum nema eitthvað hallærislegt drasl, ædentití kræsis einhver?

Og svo mætti lengi telja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svei mér þá Ibba ef þetta eru ekki mestu fréttir sem ég hef fengið af þér lengi.  Þú ert alltaf svo busy að við náum bara rétt að klóra í yfirborðið þá sjaldan við spjöllum. Til hamingju með verðandi bílprófshafa og blondínufyrirkomulagið.

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Mikið er gaman að heyra í þér aftur, þín var saknað. Og hérna skrifar karlremban FRÁ HELVÍTI, blondína líka, en að vera eilítið gráleitur.  Ég er bara rosalega ánægður með það (þ.e. gráu hárin), loksins einhver þroskamerki á þessu tryppi.

Ingi Geir Hreinsson, 15.4.2007 kl. 11:01

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þú færð sko orkubúst þegar þú kemur til englalandsins og að er enginn svikinn af Alice Þórhildi prinsessu með yndilegasta bros ever.  Þú mátt koma og sitja í garðinum mínum..ég skal útb+ua fyrir ig orkudjús og setja fallegustu tónlistina á fóninn og veðrið sér svo um rest. Sólskinið, hitinn, blómstrandi trén og fuglarnir sem syngja veröldinni og þér fagnaðarsöng.  Eina sem þú þarft að gera er að koma með lakkrís og pítusósu?

Díll?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 11:20

4 Smámynd: Ibba Sig.

Ingi Geir: ég held  að ef þú skoðar inní þig, grunngerðina, þá kemstu að því að þú ert bara harðasti feministi. Gæti komið þér á óvart en svoleiðis er það bara.

Og Katrín: það er einmitt vandamálið. Ég hef engan tíma sitthvoru megin við erindi mitt í Englandi. Og  leiðin liggur akkúrat í hina áttina frá flugvellinum

Ibba Sig., 15.4.2007 kl. 12:38

5 Smámynd: Ibba Sig.

Beta: Ég stoppa nú stutt í London, áætla að skella mér í lest strax á flugvellinum og fara norður á bóginn. Verð svo að fara heim um leið og erindi mínu er lokið ef ég á að ná kosningasjónvarpi, Júróvisíon og fertugsafmæli vinkonu minnar.

Og ég er soddan illi að ég er ekki með kreditkort, bara debet, og eins og staðan er í dag (og alla hina dagana) þá er limit á því

Verðuru ekki bara að koma með mér í Kringluna, við getum fengið okkur Boozt þar og komið svo við í Hagkaupum?  

Ibba Sig., 15.4.2007 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband