Ég og Geiri Goldfinger

Já, haldið að ég hafi ekki verið í veislu með Geira Goldfinger í dag! Ég ákvað að láta bara eins og lekker dama og sjá hann ekki enda vildi ég ekkert vera með uppsteyt í svona fínni veislu. 

Annars var gaman að líta yfir salinn, held að u.þ.b. 25% gesta hafi verið af erlendu bergi brotið. Makar karla og kvenna og börn af blönduðu þjóðerni og kynþætti. Við erum orðin múltikúltúral þjóð og kjánalegt að láta eins og sú þróun verði eitthvað stöðvuð. Þetta var litskrúðugt og skemmtilegt. Mér fannst samt fúlt að heyra í frænda mínum sem á kærustu í Kólumbíu, þar hafa þau búið saman í tvö ár en nú er hann í mestu vandræðum með að koma með hana hingað heim. Hún er víst einu ári of ung. Kjánalegt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Já Ibba... það eru of miklar hindranir hér fyrir þá sem vilja koma með konur sínar hingað heim, hef heyrt leiðinleg mál áður... 

Inga Lára Helgadóttir, 15.4.2007 kl. 19:34

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað er hún gömul? 13?.  Bíddu nú við Ibbs hvernig í ósköpunum stendur á því að þið Geiri rákust saman.  Þú af öllum? Plístell

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 19:36

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég vil bara taka fram að ég er allt annar Geiri heldur en Gullfingurinn. Og takk fyrir Ibba, ég lít á það sem mikið hrós að þú álítur mig femínista. Ég er það nú reyndar ekki en er algjörlega skefjalaus jafnréttissinni.

Ingi Geir Hreinsson, 16.4.2007 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband