15.4.2007 | 21:34
Sniđugur leigubílstjóri
Frumburđurinn minn fallegi skrapp ásamt félögum sínum á Dillon í gćrkvöldi. Ţar var blúshljómsveit ađ spila sem í voru gamlir skólafélagar hans. Ţeir skemmtu sér fram á nótt og drengurinn tók leigubíl heim. Ekki ađ hann hafi neitt veriđ ađ smakka ţađ, nei, svoleiđis gera ekki börnin mín, allt of vel uppalin. Hann var bara eitthvađ ţreyttur og ákvađ ađ betra vćri ađ aka ekki í ţví ástandi
(Fyrir ţá sem fatta ekki af hverju ég nota ţessa mynd hér: Ţetta er leirmynd af Robert DeNiro í hinni mögnuđu mynd Taxi Driver)
En ţegar heim kom og greiđa átti fyrir fariđ fékk hann synjun á debetkortiđ sitt, ekki nćg innistćđa, hehe. En leigubílstjórinn dó ekki ráđalaus, bađ um einhvern hlut í pant. "Áttu ekki fartölvu?" spurđi hann í bjartsýniskasti. Sonur minn kvađ svo ekki vera og bauđ gamlan jakka. Neibb, engin sátt um ţađ. Áfram héldu svo samningaviđrćđur og var prúttađ hörkulega fram og tilbaka. Ađ lokum náđust sćttir og leigubílstjórinn ók á brott međ eitt stykki örbylgjuofn.
Muahahahahahah!
Athugasemdir
Mig vantar ađ losna viđ svona ofn. Ég hringi á leigubíl og kíki í Kaupfélagiđ á Selfossi
Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 08:57
Ég sé drenginn í anda rogast í miđri nóttinni međ ofninn í fanginu...
Kristín Björg Ţorsteinsdóttir, 16.4.2007 kl. 14:25
.........efast ekkert um ađ strákurinn hafi nú reynt ađ prútta eins og hann gat!!!
Knúsađu hann frá mér.
Katrín Snćhólm Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 10:14
Hahahaha
Ragnheiđur , 17.4.2007 kl. 12:03
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.