17.4.2007 | 19:44
Húrra Inga Lind
Mikið svakalega beitti konan sér flott í Íslandi í dag í kvöld. Ræddi viðtal við háttsetta konu í banka sem hófst á því að lýsa fatnaði og lekkerum skóm á nettum fótum. Myndskreyting viðtalsins, sem birtist í tímaritinu HH var á sama veg, konan máluð og klædd sem módel í tískuuppstillingum.
Inga Lind gerði flottar athugasemdir og snéri umfjölluninni upp á Ingólf Bender, svona til að sýna fram á fáránleikann. Svo minntist hún á að karlar fá aldrei spurningar svipaðar hinni sígildu spurningu kvenna á atvinnumarkaði: Hvernig gengur að samræma móðurhlutverkið og vinnuna utan heimilis. Sem, merkilegt nokk, var að finna í þessu fína viðtali. Það liggur við að konu gruni að þetta viðtal sé allt eitt stórt djók.
Svo klikkti Inga Lind út með karlrembulegasta málshættinum þessa páskana og krýndi Helga í Góu karlrembu páskanna 2007.
You go girl!
Ég hlakka til að sjá viðbrögðin við þessari umfjöllun hennar. Held nefnilega að hún komist upp með töluvert meira en margar aðrar því hún er svo sæt. Sem er svo aftur allt annað umhugsunarefni.
Athugasemdir
Er sko ekki sammála Ingu Lind í sambandi við H-blaðið. Af hverju mega konur ekki vera flottar og kvenlegar þótt þær gegni hárri stöðu? Sem blaðamaður hef ég spurt karla hvernig þeim gangi að samræma vinnuna og heimilislífið, eiginlega oftar en konur.
Konan á forsíðunni er víst einstaklega glæsileg og gengur ekki í þessum leiðinlega skyldufatnaði kvenna á framabraut, jakkafötum eða drögtum. Hún virðist ánægð með að vera kona og þorir það í klæðaburði á meðan margar reyna að líkjast körlum til að vera teknar alvarlega.
nga Lind er frábær, skemmtileg og málefnaleg þótt mér hafi fundist henni hafa brugðist bogalistinn aðeins þarna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.4.2007 kl. 19:59
Hef ekki séð þetta, var ríkismegin eins og sönn VG. Þú ert líka svakalega sæt Ibba mín
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.4.2007 kl. 20:55
Hmmm Gurrý, hvernig fékkstu það út að konur megi ekki vera flottar og kvenlegar þótt þær gegni hárri stöðu? Þú hefur þá verið að lesa eitthvað annað blog en mitt og horft á annað innslag en það sem Inga Lind var með í kvöld.
Ibba Sig., 17.4.2007 kl. 22:47
Mér finnst Helgi í Góu krútt.
Brynja Hjaltadóttir, 17.4.2007 kl. 23:17
Helgi í Góu er dúllurass, það segirðu satt. Og mjög góður og sanngjarn vinnuveitandi.
Ibba Sig., 18.4.2007 kl. 08:59
Helgi í Góu er dúllurass, það segirðu satt. Og mjög góður og sanngjarn vinnuveitandi.
Ibba Sig., 18.4.2007 kl. 09:05
Mér finnst að það eigi akkúrat að spyrja konur útí hvernig gangi að samræma heimili og vinnumarkað. Það er nú einu sinni svo að í flestum tilfellum þá erum það við sem öxlum meiri ábyrgð á rekstri heimilis
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 18.4.2007 kl. 11:39
Missti af þessu í gær en var að horfa á þetta í tölvunni! Vá! Yessss! Inga Lind... takk!
Heiða B. Heiðars, 18.4.2007 kl. 11:39
Það voru nú aðallega myndirnar með viðtalinu við Katrínu Friðriksdóttur sem stuðuðu mig. Mér finnst allt í lagi að lýsa aðstæðum og klæðaburði í upphafi viðtals, svona til að gefa lesendum einhverja mynd af manneskjunni.
En á myndunum sem fylgja er Katrín klædd eins og bandarísk húsmóðir frá 1950 á leið í kirkju, með einhvern hatt með risaslaufu og hvíta hanska. Hún heldur á tebolla á sumum myndunum og uppstillingin minnir mest á postulínsbrúðu. Mér finnst þetta lúkk eiginlega ekki hæfa viðtali við kraftmikla konu úr atvinnulífinu og það er alveg hægt að vera kvenleg án þess að vera eins og dúkka!
svala (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 20:05
Hvernig er það..mega konur ekki ráða því sjálfar hvernig þær presentera sig?
Ef Katrín er þessi týpa og klæðir sig á rómantískan og persónulegan hátt eins og henni finnt flottast og best fyrir sig má hún það þá ekki? Hefur hún ekki sannað með verkum sínum og vinnu að hún er eldklár og dugleg og sjálfstæð. Er það ekki bara það sem við viljum horfa á sem fyrirmynd sem nær frábærum árangri. Þurfum við líka að ráð því hernig hún presentar sig og klæðir svo hún falli í kramið. Hvað andskotans kram er að verða til sem aðrar konur keppast um að búa til fyrir hvor aðra. Ef þú ert svona þá ertu svona..ef ekki þá ertu ekki nógu klár, gáfuð, gefur ekki rétta ímynd fyrir hinar...ble ble ble....
Skapið bara ykkar eigin ímynd á ykkar eigin forsendum og gerið hlutina á ykkar eigin hæfileikum. Leyfið svo konum sem sýna og sanna að þær geta allt sem þær vilja og á þann hátt sem þær vilja að gera það án þess að vera alltaf að gagnrýna og röfla.
Gleðilegt sumar.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 08:34
Vó, hvernig væri að skilja gagnrýnina áður það er ráðist svona á hana? Var ég að segja múkk um það hvernig þessi kona kýs að klæða sig? Held ekki.
Ibba Sig., 20.4.2007 kl. 14:24
Nú..erum við eitthvað að misskilja hérna? Eftir að hafa lesið og skoðað það sem ritsjóri HÚN segir um þessar myndir og umfjöllun skildist mér að þetta hefði verið Gagnrýni hjá Ingu Lind en ekki hrós.
Afsakið ef ég er að misskilja..þetta bara gerist þegar maður er ekki með efnið beint í æð í gegnum sjónvarpið.
En mér finnst flott að konur séu bara nákvæmlega eins og þeim hentar..sérstaklega á sviðu þar sem karlar hafa verið ráðandi og það er alveg rétt að konur hafa é einhvern hátt haldið að þær þyrftu að klæða sig eins og karlar í businessnum. Sem er auðvitað alger misskilningur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 15:20
Þú getur séð þetta allt á netinu, vefTV á visir.is.
Inga Lind var að gagnrýna umfjöllunina en ekki þessa flottu, sjálfstæðiu konu. Að áherslan og útgangspunktuinn væru á lekkerum skóm á nettum fótum, og annað eftir því. Af hverju fær hún ekki sömu meðferð og kallarnir? Þeir fá endalaust kredit fyrir það sem þeir eru og það sem þeir gera á meðan fókuserað er á útlit kvenna.
Haltu kjafti og vertu sæt!
Ibba Sig., 20.4.2007 kl. 17:59
Ég er sæt OG kjaftfor. Maður getur nebbla verið bæði ef maður vill....hehe. Með varalit og alles.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 18:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.